Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samantekt frá HM í sundíþróttum 2013

05.08.2013

Heimsmeistaramót FINA í sundíþróttum stóð frá 19. júlí til 4. ágúst 2013 í Barcelona á Spáni.  Þar var keppt í dýfingum, bæði hefðbundnum af 1, 3 og 10 metra háum pöllum í karla og kvennaflokkum og “high diving” í kvennaflokki af 20 metra háum palli og í karla flokki 27 metra háum, samhæfðri sundfimi (sóló, tvíkeppni og liðakeppni kvenna), víðavatnssundi í karla og kvennaflokkum í 5, 10 og 25 kílómetra vegalengdum og 5 kílómetra liðakeppni/boðsundi, sundknattleik karla og kvenna og keppnissundi í hefðbundnum greinum karla og kvenna.  Á næsta HM sem verður í Kazan í Rússlandi árið 2015 bætist garpakeppni beggja kynja við mótið auk þess sem kynblönduðum boðsundum verður bætt í sundkeppnina.  Það er því ljóst að HM 2015 verður töluvert umfangsmeira en mótið í Barcelona.  Þá er einnig ljóst, m/v niðurstöður á þessu móti, að við getum vel sent keppendur í víðavatnssundi og garpasundi á HM 2015.  Ekki er ástæða til annars en að skoða þá möguleika mjög vel.

Íslendingar áttu 4 keppendur í sundi.

Keppni í sundi stóð frá 28. júlí til 4. ágúst og Íslendingar áttu þar fjóra keppendur.  Það voru þau Anton Sveinn Mckee úr Sundfélaginu Ægi, Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi, Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar.  Landsliðsþjálfarinn Jacky Pellerin var þjálfari verkefnisins, Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari fylgdi hópnum og var einnig í hlutverki liðsstjóra og liðstjóri var Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ, en hann skrifaði stuttar fréttir frá mótinu á heimasíðu SSÍ og uppfærði facebooksíðu sambandsins einnig, ásamt því að senda fjölmiðlum upplýsingar um gengi mála. 

Æfingabúðir í aðdraganda keppni.

Áður en sundfólkið kom til Barcelona þann 26. júlí, höfðu þau dvalið, ásamt landsliðsþjálfara og sjúkraþjálfara í æfingabúðum í Canet í Frakklandi.  Þar voru einnig í æfingabúðum Færeyingar og Svíar.  Þetta er staður sem Íslendingar þekkja vel og kunna vel við sig á.  Landsliðsþjálfarinn er mjög kunnugur aðstæðum og það hjálpar á margan hátt.

Árangur liðsins almennt.

Í heild var árangur íslenska liðsins mjög góður, en Íslendingar tóku þátt í 13 greinum, þar sem allir bættu sig eða voru við sína bestu tíma.  Hrafnhildur Lúthersdóttir komst 2 sinnum í milliriðla, í 200 metra bringusundi og 50 metra bringusundi og bætti stöðu sína í báðum tilfellum.  Íslenska liðið hækkaði sig um sæti, miðað við upphafsskráningu í 10 greinum af þeim 13 sem þau tóku þátt í.  Í sex greinum var sundfólkið að ná persónulega bestu tímum og þar af voru sett 4 Íslandsmet.

Við væntum mikils af keppendum okkar á HM 2013, gerðum raunhæfar kröfur og uppskárum í samræmi við það sem fólkið okkar lagði í undirbúninginn.  Liðið var samhent og andinn mjög góður og styðjandi.  Íþróttafólkið lagði sig fram um að einbeita sér að verkefninu, fór að öllum tilmælum og óskum framkvæmdaaðila og ekki komu upp nein mál sem þurfti að leysa í tengslum við þeirra þátt í keppninni.

Hótelið sem liðið dvaldist á, stóð undir væntingum en var heldur langt í burtu frá keppnis- og æfingalaugunum.  Ferðir til og frá tóku langan tíma og stundum gengu ferðaplön framkvæmdaaðila illa upp gagnvart æfinga- og keppnisdagskrá.

Aðstaðan á keppnisstað var ágæt, við gátum komið okkur upp svæði fyrir sjúkraþjálfara að meðhöndla þátttakendur og bæði upphitunar/niðursunds- og keppnislaugar voru góðar.

Niðurstaða keppninnar fyrir Ísland varð eftirfarandi.

Anton Sveinn Mckee synti fjórar greinar á mótinu.  Á fyrsta degi 400 metra skriðsund á tímanum 3:54,67, bætti þar eigið Íslandsmet og hækkaði sig um 8 sæti á lista, úr 35. í 27. sæti af 48 keppendum. 

Hann synti á þriðja degi 800 metra skriðsund á 8:08.71 sem er besti tími hans á þessu ári og þriðji besti tími hans í greininni frá upphafi. Hann hækkaði sig um 2 sæti á lista úr 27. sæti í 25 af 44 keppendum.  Íslandsmetið á hann sjálfur 8:08,09 sett á ÍM50 2013.

Þá synti Anton 200 metra bringusund á fimmta degi mótsins.  Þar bætti hann tíma sinn í greininni frá því á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg um 1,85 sek og fór á 2:15,12. Hann hækkaði upp um 11 sæti á lista, úr 40. og endaði 29 sæti af 53 keppendum.  Íslandsmet Jakobs Jóhanns Sveinssonar er 2:12,39 sett í Róm árið 2009.

Lokagrein Antons var 400 metra fjórsund á síðasta degi mótsins.  Þar synti hann á sínum öðrum besta tíma, 4:23,99.  Hann hækkaði sig um 2 sæti á lista úr 28 í 26 af 40 keppendum.  Íslandsmetið hans í greininni er 4:23,64 og er frá því á ÍM50 2012.

Eygló Ósk synti einnig fjórar greinar á mótinu.  Á fyrsta degi synti hún 200 metra fjórsund á tímanum 2:18,18 sem er þriðji besti tími hennar á árinu.  Hún lækkaði í sig um 4 sæti á lista úr 29 í 33 af 48 keppendum.  Íslandsmetið í greininni á hún sjálf 2:14,87 sett á ÍM50 2012.

Önnur grein Eyglóar var 100 metra baksund, sem hún synti á öðrum degi mótsins.  Hún fór á 1:01,71, en Íslandsmetið hennar er 1:01,08 sett í Danmörku 2013.  Hún hækkaði sig um 2 sæti úr 22. í 20. sæti greinarinnar af 50 keppendum.

Á þriðja degi keppti Eygló í 200 metra skriðsundi.  Tími hennar var 2:02,66 sem er þriðji besti tími hennar á árinu, en 2,22 sekúndum frá Íslandsmeti hennar, 2:02,44 sem hún setti í Lúxemborg 2013. Hún lækkaði á lista um eitt sæti í það 34 af 45 keppendum.

Síðasta grein Eylóar var svo 200 metra baksund sem hún synti á sjötta degi mótsins á tímanum 2:12,32 sem er 1,94 sekúndum frá Íslandsmeti hennar, en það setti hún þegar hún tryggði sér keppnisrétt á Ólympíuleikana á síðasta ári.  Hún lækkaði um eitt sæti á lista og situr nú í 17 sæti 46 keppendum.

Hrafnhildur Lúthersdóttir synti þrjár greinar á mótinu.  Á öðrum degi keppti hún í 100 metra bringusundi og kom í mark á tímanum 1:09,75, en það er 27/100 frá Íslandsmetinu sem hún setti á ÍM50 2013 og þá jafnframt annar besti tími hennar á árinu.  Hún hækkaði sig um 2 sæti á lista, úr 32. sæti og situr nú í 30. sæti.

Á fimmta degi keppti Hrafnhildur í 200 metra bringusundi og náði í undanúrslit í greininni þegar hún lenti í 16. sæti á tímanum 2:28,12.  Í milliriðlunum synti hún á 2:29,30 og endaði í 15. sæti af 49 keppendum, en hún var skráð inn í 18. sæti.

Lokagrein Hrafnhildar, á sjöunda degi, var síðan 50 metra bringusund þar sem hún synti sig einnig inn í undanúrslit í 16. sæti á tímanum 31,50 sekúndur sem er 1 sekúndu bæting á þágildandi Íslandsmeti sem hún átti sjálf frá EM50 2012.  Hún synti síðan á 31,37 sekúndum, og bætti nýsett Íslandsmet um 13/100, í milliriðlum og endaði í 13. sæti af 86 keppendum.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir keppti í tveimur greinum á mótinu.  Hún var fyrirfram skráð inn í 26. sæti í 50 metra baksundi, á fjórða degi.  Hún náði 17 sæti á tímanum 28,62 sekúndur sem er 27/100 bæting á Íslandsmeti hennar frá ÍM50 2013. Finnsk stúlka synti á nákvæmlega sama tíma, þannig að í raun hefði átt að fara fram umsund um hvor þeirra væri fyrr í röðinni ef einhver skráði sig úr undanúrslitum.  Fyrir einstaka óheppni heyrði íslenska liðið aldrei tilkynningu um að hafa samband við keppnisstjórn.  En það sem verra er að bæði liðstjóri íslenska liðsins og þjálfari liðsins reyndu að eigin frumkvæði að ná sambandi við keppnisstjórnina en var vísað frá af öryggisvörðum.  Á meðan var finnski liðsstjórinn að ganga frá því að finnski keppnandi yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning.  Það var svo ekki fyrr eftir að mótshlutanum lauk að í ljós kom hvernig í pottinn var búið.  Við höfum því sett fram formlega kvörtun til FINA um framkvæmdina og vonumst til að vinnubrögðin breytist og lagist.  Við sitjum uppi með að Ingibjörg fékk ekki að synda, umsund sem hún átti fullan rétt á, sem er miður, en við  bitum í skjaldarrendur og héldum áfram á jákvæðum nótum í anda þess sem kemur fram á facebooksíðu Íslenska landsliðsins í sundi.

Í 50 metra skriðsundi, sjöunda degi, kom Ingibjörg í mark á tímanum 25,88 sekúndur sem er 18/100 betri tími en hún átti fyrir.  Hún endaði í 32. sæti í greininni af 90 keppendum og hækkar sig um 6 sæti.  Íslandsmetið í greininni á Sarah Blake Bateman en það er 25,24 sekúndur sett í Bandaríkjunum árið 2012.

Liðið okkar er ungt og á mikla framtíð fyrir sér takist að halda hópnum saman, bæta í hann og að viðhalda einbeitingu, áhuga og virkni einstaklinganna.

Íslandsmetin sem sundfólkið setti á Heimsmeistaramótinu eru eftirfarandi.

400 metra skriðsund 3:54,67 Anton Sveinn Mckee, bæting um 1,98 sekúndu

50 metra baksund 28,62 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, bæting um 27/100 úr sekúndu

50 metra bringusund 31,50 Hrafnhildur Lúthersdóttir, bæting um 1 sekúndu 

50 metra bringusund 31,37 Hrafnhildur Lúthersdóttir, bæting um 13/100 úr sekúndu

Umfjöllun í fjölmiðlum og á samskiptamiðlum.

Umfjallanir um Heimsmeistaramótið í sundíþróttum má m.a. finna á eftirfarandi hlekkjum;

Á heimasíðu og facebooksíðu FINA, http://www.fina.org/H2O/ og https://www.facebook.com/fina1908?fref=ts

Facbooksíðu íslenska liðsins í sundi, https://www.facebook.com/LandslididISundi?fref=ts

Það var mjög skemmtilegt og virðingarvert framtak sundfólksins að setja upp síðu á facebook, þar sem þau fjölluðu beint um hvað var að gerast hjá þeim og hvernig niðurstaða keppninnar var frá þeirra sjónarhóli.  Þetta létti liðstjóra einnig lífið í öflun upplýsinga.

Facebooksíðu SSÍ, https://www.facebook.com/sundsamband.islands?fref=ts

og á heimasíðu SSÍ, (32 fréttir) http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/25/Heimsmeistaramotid-i-sundithrottum-i-Barcelona/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/26/Dr.-Julio-Maglione-endurkjorinn-forseti-FINA-startbunadur-fyrir-baksund-samthykktur/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/27/Keppnissundid-hefst-a-morgun-a-HM-islensku-keppendurnir-komu-til-Barcelona-i-gaer/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/28/Keppnisdagskra-a-HM50-Anton-Sveinn-og-Eyglo-Osk-verda-i-eldlinunni-i-dag/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/28/Fin-byrjun-Anton-Sveinn-med-Islandsmet/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/29/Eyglo-og-Hrafnhildur-i-godum-gir/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/29/Eyglo-Osk-i-20.-saeti-i-100-metra-baksundi/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/29/Hrafnhildur-vard-30.-i-100-metra-bringusundi/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/29/Eyglo-Osk-og-Anton-Sveinn-keppa-a-morgun/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/30/Eyglo-Osk-34.-i-200-metra-skridsundi/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/30/Eg-laet-thetta-ekki-pirra-mig/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/30/Arangurinn-i-samraemi-vid-undirbuning/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/31/Ingibjorg-med-nytt-Islandsmet-i-50-metra-baksundi/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/07/31/Leidinda-misskilningur-og-mistok/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/01/Thetta-verdur-frodlegt-og-skemmtilegt/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/01/...engin-leid-onnur-en-upp-Hrafnhildur-i-milliridla-a-HM50/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/01/Anton-baetti-sig-i-200-metra-bringusundi/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/01/Jacky-anaegdur-eftir-undanrasir-dagsins/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/01/Anton-vard-29-i-200-metra-bringusundi/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/01/Hrafnhildur-anaegd-med-15-saetid/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/02/Mer-lidur-vel-i-vatninu/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/02/Eyglo-Osk-vard-i-17-saeti/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/03/Jacky-er-ad-mestu-sattur-med-arangurinn/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/03/Sjoundi-keppnisdagur-ad-hefjast/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/03/Ingibjorg-Kristin-baetti-arangur-sinn-i-50-metra-skridsundi/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/03/Hrafnhildur-i-milliridla-med-nytt-Islandsmet-/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/03/Jacky-mjog-anaegdur/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/03/Hrafnhildur-vard-i-13.-saeti-a-nyju-Islandsmeti-i-50-metra-bringusundi/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/04/Anton-Sveinn-lykur-HM50-fyrir-Island/

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/04/Anton-Sveinn-i-26.-saeti/

 

Einnig voru sendar fréttir og upplýsingar til RÚV, Morgunblaðins og mbl.is, Fréttablaðsins, visir.is og Stöð 2 og DV.  Umfjöllun þessara aðila var að morgu leyti ágæt, sérstaklega þegar líða fór á mótið, en nauðsynlegt að vinna betur í samskiptum við þessa miðla, til að geta komið enn betri upplýsingum til þeirra, í framtíðinni.

Lista yfir fréttagreinar á netmiðlum má sjá hér að neðan, en það skal tekið fram að þetta er ekki tæmandi upptalning og ekki er getið um það sem birtist í prentuðu formi eða í útsendingum útvarps- og sjónvarpsstöðva.

Af ruv.is

http://www.ruv.is/frett/anton-sveinn-med-islandsmet-a-hm-a-spani

http://www.ruv.is/frett/hrafnhildur-nalaegt-sinu-besta

http://www.ruv.is/frett/eyglo-rett-missti-af-undanurslitum

http://www.ruv.is/frett/eyglo-osk-nokkud-fra-islandsmeti

http://www.ruv.is/frett/anton-nadi-ekki-odru-meti

http://www.ruv.is/frett/arangurinn-i-samraemi-vid-undirbuning

http://www.ruv.is/frett/ingibjorg-nalaegt-urslitum

http://www.ruv.is/frett/ingibjorg-svikin-af-motsholdurum

http://www.ruv.is/frett/hrafnhildur-i-undanurslit

http://www.ruv.is/frett/ad-mestu-sattur-vid-arangurinn

http://ruv.is/frett/%E2%80%9Ehefdi-ekki-getad-heppnast-betur%E2%80%9C

http://ruv.is/frett/hrafnhildur-i-undanurslit-a-hm

http://ruv.is/frett/%E2%80%9Eleidinlegasta-saetid-til-ad-lenda-i%E2%80%9C

http://ruv.is/frett/bjartsyn-fyrir-undanurslitasundid

http://ruv.is/frett/timinn-undir-vaentingum

http://ruv.is/frett/bjartsyn-fyrir-undanurslitasundid

http://www.ruv.is/frett/ingibjorg-i-32-saeti-a-hm

http://ruv.is/frett/hrafnhildur-threttanda-a-nyju-meti

http://ruv.is/frett/%E2%80%9Emjog-gaman-ad-baeta-sig%E2%80%9C

http://www.ruv.is/frett/anton-i-26-saeti-i-lokagrein-sinnihttp://www.ruv.is/frett/fin-uppskera-a-spani

 

Af mbl.is

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/07/30/eyglo_i_34_saeti_besta_greinin_bidur/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/07/30/anton_sveinn_naerri_islandsmeti_3/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/07/28/anton_setti_islandsmet_a_hm/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/07/31/nytt_glaesilegt_islandsmet_hja_ingibjorgu/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/07/31/ingibjorg_thetta_var_framar_vonum/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/07/29/eyglo_i_20_saeti_a_hm_hrafnhildur_naerri_meti/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/01/audvitad_er_eg_reid/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/01/hrafnhildur_komst_i_undanurslit/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/01/anton_baetti_sig_i_bringusundinu/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/07/30/anton_anaegdur_med_storbaett_islandsmet/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/01/hrafnhildur_sa_ad_gellan_var_komin_a_undan_mer/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/01/anton_gaman_ad_baeta_sig_i_aukagrein/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/01/hrafnhildur_i_15_saeti_a_hm/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/01/hrafnhildur_osatt_thegar_eg_sa_timann/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/02/eyglo_einu_saeti_fra_undanurslitum/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/03/hrafnhildur_i_undanurslit_a_nyju_islandsmeti/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/03/missy_franklin_buin_ad_vinna_fjogur_gull_i_barcelon/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/03/hrafnhildur_i_13_saeti_a_nyju_islandsmeti/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/03/hefdi_matt_aefa_betur_i_vetur/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/03/hrafnhildur_i_13_saeti_a_nyju_islandsmeti/

http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/08/04/anton_sveinn_i_26_saeti/

http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/84881/

http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/84909/

http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/84925/

 

Af visir.is

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV5022F855-0157-4EF9-9D22-1130D177D5FF

http://visir.is/hrafnhildur-slapp-i-undanurslit/article/2013130809981

http://visir.is/horkubaeting-hja-antoni-sveini/article/2013130809979

http://visir.is/pedersen-setti-heimsmet-i-ridli-hrafnhildar-%7C-hrafnhildur-fimmtanda/article/2013130809931

http://visir.is/harsbreidd-fra-undanurslitasaeti/article/2013130809881

http://visir.is/kaka-snaedd-og-islandsmet-baett/article/2013130809785

http://visir.is/aftur-baetti-hrafnhildur-islandsmetid/article/2013130809762

http://visir.is/horkubaeting-hja-ingibjorgu-kristinu/article/2013130809747

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2013/08/05/Samantekt-fra-HM-i-sundithrottum-2013/

 

Af dv.is

http://www.dv.is/sport/2013/8/3/hrafnhildur-baetti-islandsmetid-sitt/


 

Tafla með upplýsingum um árangur sundfólksins á HM

Gr.nr Grein Tími Rank Lokatími Sæti dagur íslm fj í gr
Anton Sveinn Mckee 2 400m skriðsund 3.56,65 35 3.54,67 27 1 3.56,65 ASM Lúx ´13 48
Eygló Ósk Gústafsdóttir 3 200m fjórsund 2.14,93 29 2.18,18 33 1 2.14,87 EÓG Rvk´12 44
Eygló Ósk Gústafsdóttir 9 100m baksund 1.01,08 22 1.01,71 20 2 1.01,08 EÓG Kbh´13 50
Hrafnhildur Lúthersdóttir 11 100m bringusund 1.09,48 32 1.09,75 30 2 1.09,48 HL Rvk´13 72
Eygló Ósk Gústafsdóttir 15 200m skriðsund 2.02,44 33 2.04,66 34 3 2.02,44 EÓG Lúx´13 45
Anton Sveinn Mckee 17 800m skriðsund 8.08.09 27 8.08,71 25 3 8.08,09 ASM Rvk´13 44
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 18 50m baksund 0.28,99 26 0.28,62 17 4 0.28,99 IKJ Rvk´13 63
Hrafnhildur Lúthersdóttir 24 200m bringusund 2.27,11 18 2.28,12/2.29,30 16/15 5 2.27,11 HL Indiana´12 49
Anton Sveinn Mckee 25 200m bringusund 2.16,97 40 2.15,12 29 5 2.12,39 JJS Róm´09 53
Eygló Ósk Gústafsdóttir 30 200m baksund 2.10,38 16 2.12,32 17 6 2.10,38 EÓG Rvk´12 46
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 33 50m skriðsund 0.26,06 38 0.25,88 32 7 0.25,24 SBB Indiana´12 90
Hrafnhildur Lúthersdóttir 35 50m bringusund 0.32,50 39 0.31,50/0.31,37 16/13 7 0.31,85 HL Debrecen´12 86
Anton Sveinn Mckee 37 400m fjórsund 4.24,39 28 4.23,99 26 8 4.23,64 ASM Rvk´12 40

Myndir með frétt

Til baka