Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrafnhildur varð 30. í 100 metra bringusundi

29.07.2013Hrafnhildur varð 30. þegar hún lauk keppni í 100 metra bringusundi nú í morgun. Tíminn hennar var 1:09,75. Íslandsmetið hennar er 1:09,48 frá því í apríl síðasliðnum. Hrafnhildur var skráð með 32. besta tímann í upphafi keppni. Meilutyte stúlkan frá Litháen, sem kom öllum á óvart á ÓL í London, setti mótsmet í síðasta riðlinum þegar hún synti á 1:04,52, en hún var fyrirfram skráð með besta tímann í greininni. Síðasti tími inn í undanúrslit var 1:08,36.
Til baka