Beint á efnisyfirlit síðunnar

Keppnissundið hefst á morgun á HM - íslensku keppendurnir komu til Barcelona í gær

27.07.2013Íslensku keppendurnir sem keppa á HM50 komu til Barcelona í gær frá Canet þar sem þau voru í æfingabúðum, ásamt Jacky Pellerin landsliðsþjálfara og Unni Sædísi Jónsdóttur sjúkraþjálfara. Jacky og Unnur verða hér með sundfólkinu ásamt Herði Oddfríðarsyni formanni SSÍ. Keppnin hefst á morgun og síðar í dag munum við birta úttekt á þáttöku Íslands í mótinu. Myndirnar sýna Jacky og Unni standa upp á verðlaunapallinum fyrir ofan laugina í Barcelona en hin myndin sýnir íslensku keppendurna á mótinu.

Myndir með frétt

Til baka