Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn í 26. sæti

04.08.2013

Anton Sveinn Mckee lauk 400 metra fjórsundi í 26. sæti af 39 keppendum, en hann var fyrirfram skráður með 28. besta tímann. Tími Antons var hans annar besti í greininni, 4:23,99 aðeins 0,32 sekúndum frá Íslandsmetinu hans sem er 4:23,64, sett á ÍM50 árið 2012.  Anton var einbeittur og í góðu formi í sundinu, synti sitt sund og virkaði hraður.
Anton sagði eftir sundið að það hefði verið markmiðið að bæta sig og bað fyrir kveðjur heim um leið og hann stakk sér í laugina til að synda niður.
Þar með hafa Íslendingar lokið þátttöku sinni á HM50 2013. Árangurinn var vel viðunandi, en nánari samantekt um Íslendingana á HM verður að öllum líkindum sett inn hér síðar í dag.

Til baka