Beint á efnisyfirlit síðunnar

"Þetta verður fróðlegt og skemmtilegt"

01.08.2013Þá er fimmti keppnisdagurinn að hefjast hér á HM50 í Barcelona. Veðrið leikur við okkur 24°C hiti örlítill vinndur og heiðskýrt. En veðrið og sólin eru okkur ekki ofarlega í huga, í dag synda þau Hrafnhildur og Anton Sveinn 200 metra bringusund. Hrafnhildur syndir í 3 grein, 4 riðli á 7 braut og er skráð inn á 2:27,11 sem er Íslandsmetið hennar frá því í fyrra. Hún er með 18 besta tímann af 39 keppendum. Anton Sveinn syndir í 4 grein, 2 riðli á 1 braut. Hann er skráður inn á tímanum 2:16,97 sem er tími frá því á Smáþjóðaleikunum í vor. Anton á 40 besta tímann af 43 keppendum. Íslandsmetið í greininni er 2:12,39 en það á Jakob Jóhann Sveinsson frá því á HM í Róm 2009. Í samtali sagði Jacky Pellerin landsliðsþjálfari að þessi sund yrðu bæði fróðleg og skemmtileg.

Myndir með frétt

Til baka