Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fín byrjun, Anton Sveinn með Íslandsmet

28.07.2013Anton Sveinn McKee var rétt í þessu að setja nýtt Íslandsmet í 400 metra skriðsundi karla hér á Heimsmeistaramótinu.  Hann syndi greinina á 3:54,67, bætti metið sitt um 1,98 sekúndu og varð þriðji í sínum riðli.  Að lokum varð hann 27. í greininni en hann var skráður inn með 35. besta tímann.  Gamla metið átti hann sjálfur frá því á Smáþjóðalekinum í Lúxemborg nú í júní en það var 3:56,65.  Fín byrjun hjá íslenska liðinu í Barcelona.

Eygló Ósk gekki ekki eins vel hún synti 200 metra fjórsund á 2:18,18 sem er um þremur og hálfri sekúndu frá Íslandsmeti hennar.  Eygló fann sig ekki eins vel í lauginni og Anton og hún endaði í 33 sæti, en var skráð inn með 29 besta tímann í greininni.

Á morgun synda þær stöllur Eygló Ósk 100 metra baksund og Hrafnhildur Lúthersdóttir 100 metra bringusund.  Við hlökkum til, vitum að Eygló á töluvert inni og Hrafnhildur er í fantaformi.
Til baka