Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ráðstefnur Fina, Heimsmeistaramótið í sundíþróttum í Barcelona

25.07.2013Nú stendur yfir Heimsmeistaramótið í sundíþróttum, en það byrjaði þann 19. júlí hér í Barcelona. Fram til þessa hefur staðið yfir keppni í víðavatnssundi, dýfingum, samhæfðri sundfimi og sundknattleik. Sundkeppnin hefst nk sunnudag 28. júlí og stendur til 4. ágúst. Íslenska sundfólkið sem keppir á HM50 kemur til Barcelona á morgun frá Frakklandi, þar sem þau hafa verið í æfingabúðum Samhliða keppninni eru settar á dagskrá tækniráðstefnur allra sundíþróttagreinanna en þær eiga að fara yfir og leggja blessun sína yfir tillögur um breytingar á reglum greinanna áður en þær eru lagðar fyrir ársfund FINA. Í dag voru tækniráðstefnur keppnissunds og garpasunds. Margar smávægilegar tillögur um breytingar og orðalagsbreytingar lágu fyrir keppnissundsráðstefnunni, en sú viðamesta að leyfa ótakmörkuð höfrungaspörk að 15 metrum eftir ræsingu var felld með miklum meirihluta fundarmanna. Þessi tillaga kemur því ekki til atkvæða á morgun á ársfundi FINA. Önnur tillaga liggur fyrir á morgun en það er nýr rásbúnaður fyrir baksundsfólk, sjá mynd. Það verður fróðlegt að sjá hverjar lyktir þeirrar tillögu verða.
Til baka