Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn lýkur HM50 fyrir Ísland

04.08.2013Í dag er síðasti keppnisdagurinn á HM50 hér í Barcelona. Anton Sveinn McKee hóf mótið fyrir Íslands hönd og hann fær þann heiður að ljúka því einnig. Hann mun keppa í 400 metra fjórsundi nú á eftir sem er fyrsta grein dagsins. Hann  syndir í öðrum riðli og hefst sundið hans uþb kl. 08:04 að íslenskum tíma. Anton Sveinn er skráður á 28 besta tíma af 40 keppendum, en hann á Íslandsmetið sjálfur í greininni, 4:23,64 sem hann setti á ÍM50 2012.

Hér má sjá ráslista greinarinnar.

Til baka