Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrafnhildur ánægð með 15 sætið

01.08.2013Hrafnhildur Lúthersdóttir var nokkuð brött eftir að hafa náð 15 sæti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi á HM á Spáni nú í kvöld. Hún synti greinina á 2:29,30 sem er 1,18 sekúndum lakari tími, en dugði samt til að hækka á listanum. Hrafnhildur synti sitt sund, hefði auðvitað gjarnan vilja bæta sig en brosti út í bæði þegar hún áttaði sig á því að hún hafði hækkað sig um sæti. Jacky var ánægður með hana, sagði að hún hefði haldið einbeitingu út sundið. Í sama riðli og Hrafnhildur synti í synti líka danska stúlkan Rikke Möller Pedersen og hún gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet í greininni þegar hún synti á 2:19,11 en gamla heimsmetið átti Rebecca Sony 2:19,59 sett á ÓL í fyrra. Þetta met Rikke er að sjálfssögðu einnig mótsmet, Evrópumet, norðurlandamet og þar með danskt met. Þeir dönsuðu líka skemmtilega á pöllunum danirnir sem voru þar.
Til baka