Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eygló Ósk og Anton Sveinn keppa á morgun.

29.07.2013Þá hafa Íslendingarnir lokið við keppni dagsins. Hrafnhildur og Eygló geta báðar unað vel við sinn árangur í dag, þó ný met hafi ekki litið dagsins ljós að þessu sinni. Þeim leið vel í lauginni og syntu vel. Á morgun keppa þau Eygló Ósk í 200 metra skriðsundi og Anton Sveinn í 800 metra skriðsundi. Íslandsmetin í þessum greinum eru bæði frá þessu ári, Eygló setti met í 200 metra skriðsundi á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í júní og Anton Sveinn setti met í 800 metra skriðsundi með millitíma þegar hann synti 1500 metra skriðsund á ÍM50 í apríl sl.
Til baka