Fréttalisti
Anton Sveinn með glæsilegan árangur um helgina
Anton Sveinn McKee bætti eigið Íslandsmet í 200 metra bringsundi sem staðið hafði í nokkrar klukkustundir þegar hann synti á 2:10,72 mín í A-úrslitum á mót í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Um leið setti Anton Sveinn mótsmet og hafði sigur í greininni. Með þessu sundi hefur hann náð 14 sæti á heimslistanum í 200m bringusundi.
Íslandsmetið sem Anton Sveinn setti í undanrásum var 2:12,23 mín.
Anton Sveinn hefur verið í Alabama í tæpt ár og hefur sýnt miklar framfarir á þessu ári.
Á föstudaginn setti Anton einnig íslandsmet í 400m skriðsundi synti á tímanum 3.54.36 en hann átti gamla metið sem var 3.54.67.
Virkilega flottur árangur hjá Antoni um helgina.Sunddeild ÍBV auglýsir eftir þjálfara
Sundfélags ÍBV auglýsir eftir metnaðarfullum einstakling í starf þjálfara fyrir komandi sundtímabil 2014 – 2015.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf um mánaðarmótin ágúst/september.
Í starfinu felst að hafa umsjón með öllum hópum. Sjá um í samráði við stjórn Sundfélags ÍBV að félagið geti boðið upp á alla sundþjálfun, allt frá byrjendakennslu til afreksþjálfunar.
Æskilegt er að viðkomandi hafi:
• Menntun og reynsla á sviði íþrótta- og/eða sundþjálfunar .
• Reynsla og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
• Skipulögð vinnubrögð.
Allar umsóknir verða skoðaðar.
Umsóknir sendist til annals@grv.is
EMU 2014 lokið
NÆM 2014 lokið
Allir eru kátir hér í Bellahöj, það er farið að rigna svo veðrið vinnur með okkur, væri slæmt ef við þornuðum um of. Gunnhildur byrjaði á því að synda 50m flug rétt við sinn besta tíma 32,61 (32,57) , Næst synti Harpa 400m skriðsund en hún náði sér ekki á strik kom í bakann á 4.38,96 (4.34,68) Ólafur synti einnig 400m skriðsund hann var í frábærum gír, synti á 4.16,12 (4.20,85) rúmlega 4,5 sek bæting Eydís Ósk var næst í 200m baksundi en hún var töluvert frá sínum tíma á 2.34,76 (2.28,72), Karen Mist synti flott 100m bringusund rétt við hennar besta tíma 1.15,71 (1.15,66) Stefanía stakk svo sér svo síðust til sunds af okkar fólki hér á NÆM er hún synti fínt 200m fjórsund 1 sekúndu frá hennar besta á 2.33,35 (2.32,33). Við getum verið stolt af sundfólkinu okkar sem tók þátt í NÆM, þau voru flest að synda sitt fyrsta mót fyrir Ísland og gerðu það vel, margar góðar bætingar eða rétt við sína tíma nokkur sund fóru ekki eins vel en allt fer þetta í reynslubankann hjá þessu unga og efnilega sundfólki, það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Bestu kveðjur frá Bellahöj, NÆM sundhópurinn
Dagur 1, seinni hluti á NÆM 2014
Seinni hlutinn í dag hér á NÆM byrjaði með látum, Karen Mist bætti eigið telpnamet í 50m bingu er hún synti á 34,66 en fyrra metið hennar var 35,40 :-) Vel gert. Næstar voru Stefanía og Eydís Ósk í 400m fjór, Stefanía bætti sig um 2,5 sek :-) en Eydís Ósk var 2 sek frá sínum tíma. Næst var 200m skriðsund Eydís Ósk var þá aftur mætt ásamt Hörpu og Ólafi, þau syntu öll aðeins frá sínum tímum. Katarína var svo rétt við sinn tíma í 100m bak. Gunnhildur átti svo síðasta einstaklings sundið í hlutanum hún bætti sig um 1 sek í 100m flugsundi 1.08,85 (1.09,89). Stelpurnar syntu svo 4x100m skriðsund en það gekk ekki vel, stelpurnar syntu allar töluvert frá sínum bestu tímum. Þá er bara einn hluti eftir en hann hefst í fyrramálið klukkan 8:00 á íslenskum tíma, Bestu kveðjur frá NÆM-hópnum í Bellahöj DK. Karen Mist í hörkubaráttu í 200m bringu í morgun.
Dagur 1, fyrri hluti á NÆM 2014
Sundfólkið á NÆM stóð sig mjög vel í morgun en mótið hófst þá, keppt er í þrem hlutum tveir í dag og einn á morgun sunnudag.
Fyrsta sundið okkar var 800m skrið, þar kepptu Stefanía, Katarína, Harpa og Eydís Ósk. Stefanía og Katarína voru með flottar bætingar, Harpa rétt við sinn tíma en það dugði henni í 3ja sætið í greininni. Eydís Ósk var aðeins frá sínu besta.
Næstur var Ólafur eini herramaðurinn í hópnum hann synti 1500m skrið og var hann aðeins frá sínum tíma. Gunnhildur synti svo 200m bak, Stefanía og Karen Mist 200m bringu voru þær allar með góðar bætingar. Síðast en ekki síst syntu Harpa, Eydís Ósk, Gunnhildur og Karen Mist 4x100m fjórsund áttu þær allar mjög gott sund. Tíminn þeirra 4.41,56 er rúmum 6 sek undir íslenska telpnametinu Dagur 4 á EMU 2014
Dagur 3 á EMU
Dagur 2 á EMU 2014
Ólympíuleikar Ungmenna í Kína
EMU 2014 í Dordrecht
- Fyrri síða
- 1
- ...
- 124
- 125
- 126
- ...
- 144