Fréttalisti
EMU 2014 í Dordrecht
Yfirþjálfari óskast hjá Sundfélagi Vestra
Yfirþjálfari óskast hjá Sundfélagi Vestra á Ísafirði
Um er að ræða kennslu og yfirumsjón með þjálfun á vegum félagsins.
Viðkomandi verður að geta unnið með börnum og unglingum og verið þeim góð fyrirmynd.
Stundaskrá næsta vetrar:Afturelding leitar eftir þjálfara til starfa
Sunddeild Aftureldingar leitar nú eftir þjálfara til starfa og óska eftir að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst. Sjá nánar í auglýsingu hér að neðan.
UMÍ 2014 lokið
Í gær lauk Unglingameistaramóti Íslands, UMÍ, í Ásvallalauginni í Hafnarfirði. Mótið hófst á laugardaginn og gekk mótið afar vel fyrir sig. Sundfélag Hafnarfjarðar sá um framkvæmd mótsins og þakkar SSÍ þeim kærlega fyrir gott samstarf.
Keppendur að þessu sinni voru tæplega 100 en heimamenn í SH voru með flesta keppendur eða 22 talsins en ÍRB komu þar næst á eftir með 19 sundmenn. Gummi synti 61.1km á 24 tímum
Guðmundur Hafþórsson hefur lokið 24 tíma sundinu með glæsilegum árangri. Hann synti 61.1km, glæsilegur árangur.
UMÍ hafið í Ásvallalaug
Unglingameistaramótið í sundi hófst nú kl. 10 í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Tæplega 100 keppendur frá 11 félögum munu synda yfir helgina en mótið er keyrt í þremur hlutum í 50m laug og lýkur í hádeginu á morgun.
Unglingameistaramót Íslands 2014
Um helgina fer Unglingameistaramót Íslands, UMÍ fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar. Um 100 keppendur eru skráðir til leiks að þessu sinni frá 10 félögum. Synt er í beinum úrslitum í stúlkna og piltaflokkum 15-17 ára annarsvegar og opnum flokki 15-20 ára. Sú breyting er á frá síðasta ári að nú hefur það sundfólk, 13 og 14 ára, leyfi til að synda á mótinu hafi það synt greinarnar á AMÍ og séu þau með lágmörk á UMÍ.
24 tíma sund Guðmundar Hafþórssonar.
Þann 27. júní nk. mun Guðmundur Hafþórsson sundkappi og einkaþjálfari þreyta 24 klukkustunda áheitasund í Sundlaug Garðabæjar til styrktar Líf styrktarfélagi Kvennadeildar Landspítalans. Allur ágóði af sundinu mun renna til endurbóta á aðstöðu foreldra sem þurfa að dvelja langdvölum á Landspítalanum með barn á vökudeild eða á Sængurkvennagangi Kvennadeildarinnar.ÍRB Aldursflokkameistari í sundi 2014
Nú seinnipartinn í dag lauk Aldursflokkameistaramótinu í sundi 2014 sem haldið var um helgina í Reykjanesbæ.
ÍRB höfðu titil að verja og stóðu þau svo sannarlega undir væntingum og stóðu uppi sem sigurvegarar með 1069,5 stig á meðan Ægiringar með 536 stig og SH með 458 stig, enduðu í öðru og þriðja sæti.
Fjögur aldursflokkamet voru slegin á mótinu en Karen Mist Arngeirsdóttir bætti telpnametin í 50m og 100m bringusundi og var svo meðlimur í telpnasveit ÍRB sem setti met í 4x50m fjórsundi og 4x100m fjórsundi telpna. Ásamt Kareni syntu þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir í sveitinni.
Á lokahófinu í kvöld voru svo veitt verðlaun fyrir bestu afrek mótsins í aldursflokkunum. Stigastaða eftir fimmta hluta AMÍ 2014
Nú styttist í lok AMÍ 2014 en einungis einn hluti er eftir og er hann nýhafinn. Stigastaðan stendur svo eins og er:
1. ÍRB 954 stig
2. Ægir 485
3. SH 401Staðan fyrir lokadaginn á AMÍ - Telpnamet í gærkvöldi
Nú er að hefjast fimmti og næstsíðasti hluti á AMÍ 2014. Krakkarnir fengu litla hvíld milli hluta í gær en stóðu sig engu að síður ótrúlega vel á lengstu hlutum mótsins. Helst ber að nefna telpnamet sveitar ÍRB er þær bættu fjögurra ára gamalt met í 4x50m fjórsundi. Gamla metið, sem einnig var í eigu ÍRB, var 2.06,89 en þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir syntu á 2.06,59.- Fyrri síða
- 1
- ...
- 124
- 125
- 126
- ...
- 143