Beint á efnisyfirlit síðunnar

Næsta EM25 verður í desember 2015 í stað janúar 2015

06.08.2014

Stjórn LEN, Evrópska sundsamabandsins,  hefur ákveðið að færa næsta EM25, sem átti að vera í borginni Netanya í Ísrael dagana 15-18 janúar 2015.  Þess í stað verður EM25 haldið í borginni Herzliya í Ísrael dagana 2-6 desember 2015.  

Ástæðu þessara breytinga segir Paulo Frischnecht eru óhemju margir íþróttaviðburðir sem eiga sér stað í janúar á hverju ári.  LEN vilji komast hjá árekstrum við aðrar íþróttagreinar en einnig komast hjá því að trufla skipulag innan eigin raða, en eins og kunnugt er þá hefur verið hefð fyrir því að halda EM25 í desember.  Það sem breytti því var innkoma FINA með HM25 í desember annað hvert ár og ósætti milli þessara tveggja samtaka sem SSÍ er aðili að.

Það hefur verið óhagganleg afstaða íþróttahreyfingarinnar á Íslandi að blanda ekki pólitík í ákvarðanir um þátttöku Íslands í alþjóðlegri íþróttakeppni.  En miðað við aðstæður er óhjákvæmilegt að ræða í stjórn SSÍ, á formannafundi SSÍ í haust og á Sundþingi 2015, hvort það sé verjandi að taka þátt í íþróttakeppni sem fram fer í Ísrael.  Við munum leita ráðgjafar ÍSÍ og einnig heyra í frændum okkar annars staðar á Norðurlöndum um afstöðu þeirra um hvort vilji sé að senda íþróttafólk inn á svæði þar sem stríð geysar.

Til baka