Beint á efnisyfirlit síðunnar

NÆM 2014 lokið

13.07.2014

 Allir eru kátir hér í Bellahöj, það er farið að rigna svo veðrið vinnur með okkur, væri slæmt ef við þornuðum um of. Gunnhildur byrjaði á því að synda 50m flug rétt við sinn besta tíma 32,61 (32,57) , Næst synti Harpa 400m skriðsund en hún náði sér ekki á strik kom í bakann á 4.38,96 (4.34,68) Ólafur synti einnig 400m skriðsund hann var í frábærum gír, synti á 4.16,12 (4.20,85) rúmlega 4,5 sek bæting Eydís Ósk var næst í 200m baksundi en hún var töluvert frá sínum tíma á 2.34,76 (2.28,72), Karen Mist synti flott 100m bringusund rétt við hennar besta tíma 1.15,71 (1.15,66) Stefanía stakk svo sér svo síðust til sunds af okkar fólki hér á NÆM er hún synti fínt 200m fjórsund 1 sekúndu frá hennar besta á 2.33,35 (2.32,33). Við getum verið stolt af sundfólkinu okkar sem tók þátt í NÆM, þau voru flest að synda sitt fyrsta mót fyrir Ísland og gerðu það vel, margar góðar bætingar eða rétt við sína tíma nokkur sund fóru ekki eins vel en allt fer þetta í reynslubankann hjá þessu unga og efnilega sundfólki, það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Bestu kveðjur frá Bellahöj, NÆM sundhópurinn 

Til baka