EM50 og YOG
Nú á næstu dögum hefja fjórir íslenskir sundmenn keppni í landsliðsverkefnum erlendis.
Þær Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir, báðar úr SH, halda utan til Berlínar á morgun og munu synda þar á Evrópumeistaramótinu í 50m laug.
Ingibjörg syndir 50m flugsund, 50m og 100m skriðsund og 50m og 100m baksund á meðan Hrafnhildur syndir 50m, 100m og 200m bringusund. Klaus Jurgen-Ohk fer sem þjálfari. Keppt er í undanrásum, undanúrslitum og úrslitum en keppni hefst mánudaginn 18. ágúst.




