Hrafnhildur í undanúrslit í 100m bringu
Í morgun synti Hrafnhildur Lúthersdóttir 100m bringusund í undanrásum á EM50 í Berlín. Kom hún í mark á tímanum 1:09,12 og hafnaði í 15. sæti, sem dugar henni í undanúrslit sem hefjast seinni partinn. Er þetta þriðji besti tími Hrafnhildar í greininni og einungis um hálfri sekúndu frá Íslandsmeti hennar.






