Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrafnhildur í undanúrslit í 100m bringu

19.08.2014

Í morgun synti Hrafnhildur Lúthersdóttir 100m bringusund í undanrásum á EM50 í Berlín. Kom hún í mark á tímanum 1:09,12 og hafnaði í 15. sæti, sem dugar henni í undanúrslit sem hefjast seinni partinn. Er þetta þriðji besti tími Hrafnhildar í greininni og einungis um hálfri sekúndu frá Íslandsmeti hennar. 

Kristinn Þórarinsson synti 50m baksund á YOG í Nanjing og hafnaði í 22. sæti á tímanum 27.05. Þá synti Sunneva Dögg Friðriksdóttir sitt fyrsta sund í Nanjing þegar hún fór 800m skriðsund á tímanum 9:28,68 sem er nokkuð frá hennar besta. 

Heimasíða EM50

Heimasíða YOG

 

Myndir með frétt

Til baka