Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmet hjá Hrafnhildi í 100m bringusundi

19.08.2014

Nú rétt í þessu synti Hrafnhildur Lúthersdóttir í undanúrslitum í 100m bringusundi á EM50 í Berlín. Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet því hún synti á 1:08,19 en gamla metið var 1:08,57. Stórgóð bæting um tæpa hálfa sekúndu og ljóst að hún er í feiknaformi. 

Tíminn skilar henni í 10. sæti en efstu 8 keppa til úrslita. Hún er þó á lista yfir varamenn ef ske kynni að einhver skrái sig úr úrslitunum og verður þá númer tvö í röðinni inn.

Til hamingju Hrafnhildur!

Til baka