Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrafnhildur í undanúrslit í 200m bringu

21.08.2014

Hrafnhildur Lúthersdóttir virðist sannarlega vera í feiknaformi en hún synti sig inn í undanúrslitin í 200m bringusundi á EM50 í Berlín í morgun. Tíminn var 2:28,07 sem er hennar besta morgunsund til þessa. Klaus Jürgen-Ohk er í Berlín sem þjálfari og segir vel mega búast við öðru meti frá henni í undanúrslitum seinni partinn.

Hrafnhildur er í 10. sæti og syndir því í fyrri riðlinum á annarri braut. Riðillinn ætti að hefjast kl. 17:14 samkvæmt heimasíðu mótsins.

Myndin er fengin af Facebook síðu Aquasport.

Til baka