Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur 1, seinni hluti á NÆM 2014

13.07.2014

Seinni hlutinn í dag hér á NÆM byrjaði með látum, Karen Mist bætti eigið telpnamet í 50m bingu er hún synti á 34,66 en fyrra metið hennar var 35,40 :-) Vel gert. Næstar voru Stefanía og Eydís Ósk í 400m fjór, Stefanía bætti sig um 2,5 sek :-) en Eydís Ósk var 2 sek frá sínum tíma. Næst var 200m skriðsund Eydís Ósk var þá aftur mætt ásamt Hörpu og Ólafi, þau syntu öll aðeins frá sínum tímum. Katarína var svo rétt við sinn tíma í 100m bak. Gunnhildur átti svo síðasta einstaklings sundið í hlutanum hún bætti sig um 1 sek í 100m flugsundi 1.08,85 (1.09,89). Stelpurnar syntu svo 4x100m skriðsund en það gekk ekki vel, stelpurnar syntu allar töluvert frá sínum bestu tímum. Þá er bara einn hluti eftir en hann hefst í fyrramálið klukkan 8:00 á íslenskum tíma, Bestu kveðjur frá NÆM-hópnum í Bellahöj DK. Karen Mist í hörkubaráttu í 200m bringu í morgun.

Til baka