Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur 4 á EMU 2014

12.07.2014

Nú er 4.degi á EMU lokið.  Krakkarnir stóðu sig ágætlega í dag.  Kristinn byrjaði daginn með því að synda 50 m. baksund og var um hálfa sekúndu frá sínum besta tíma.  Íris Ósk tók síðan við og synti 100 m. baksund.  Hún synti betur en hún hefur verið að gera á mótinu til þessa og var það ánægjulegt að sjá.  Síðan syntu krakkarnir 4*100 m. fjórsund boðsund og þar náðu þau öll að synda vel.  Þröstur lauk síðan deginum og synti 800 m. skriðsund strax á eftir boðsundinu.  Hann byrjaði sundið vel en náði síðan ekki að halda það almennilega út.  Hann hefur verið að kljást við hálsbólgu og hefur það að sjálfsögðu gert honum erfiðara fyrir.  

En krakkarnir bera sig vel og eru orðin reynslunni ríkari eftir mótið.  Kristinn er eini sem keppir á morgun en hann kemur til með að synda 400 m. fjórsund.
Sundkveðjur frá EMU hópnum í Dordrecht.

Til baka