Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur 2 á EMU 2014

10.07.2014

Öðrum keppnisdegi á EMU er nú lokið.  Krakkarnir voru ákveðnari og litu miklu betur út heldur en á fyrsta degi.  Sunneva byrjaði daginn fyrir íslenska liðið þegar hún synti 400 m. skriðsund.  Kristinn synti síðan 200 m. fjórsund og síðan kom boðsundið 4*100 m. skriðsund.  Að lokum synti Þröstur 1500 m. skriðsund.

Þó svo að árangurinn hafi ekki verið það sem vonast var eftir þá upplitið betra á okkar unga keppnisfólki.  Þau tóku síðan æfingu seinnipartinn og áttu síðan góða hvíldartíma.  

Mótið er vel skipulagt þó svo að það hafi byrjað með hökti.  Laugin er þétt setin og sólin skein skært í dag, þá varð heitt í sundlaugarbyggingunni.  
Á morgun syndir Íris Ósk 50 m. baksund, Kristinn syndir 200 m. baksund og síðan syndir Sunneva 1500 m. skriðsund.
Kveðjur frá EMU hópnum í Dordrecht

Til baka