24 tíma sund Guðmundar Hafþórssonar.
Þann 27. júní nk. mun Guðmundur Hafþórsson sundkappi og einkaþjálfari þreyta 24 klukkustunda áheitasund í Sundlaug Garðabæjar til styrktar Líf styrktarfélagi Kvennadeildar Landspítalans. Allur ágóði af sundinu mun renna til endurbóta á aðstöðu foreldra sem þurfa að dvelja langdvölum á Landspítalanum með barn á vökudeild eða á Sængurkvennagangi Kvennadeildarinnar.


