Staðan fyrir lokadaginn á AMÍ - Telpnamet í gærkvöldi
Nú er að hefjast fimmti og næstsíðasti hluti á AMÍ 2014. Krakkarnir fengu litla hvíld milli hluta í gær en stóðu sig engu að síður ótrúlega vel á lengstu hlutum mótsins. Helst ber að nefna telpnamet sveitar ÍRB er þær bættu fjögurra ára gamalt met í 4x50m fjórsundi. Gamla metið, sem einnig var í eigu ÍRB, var 2.06,89 en þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir syntu á 2.06,59.

