ÍRB Aldursflokkameistari í sundi 2014
Nú seinnipartinn í dag lauk Aldursflokkameistaramótinu í sundi 2014 sem haldið var um helgina í Reykjanesbæ.
ÍRB höfðu titil að verja og stóðu þau svo sannarlega undir væntingum og stóðu uppi sem sigurvegarar með 1069,5 stig á meðan Ægiringar með 536 stig og SH með 458 stig, enduðu í öðru og þriðja sæti.
Fjögur aldursflokkamet voru slegin á mótinu en Karen Mist Arngeirsdóttir bætti telpnametin í 50m og 100m bringusundi og var svo meðlimur í telpnasveit ÍRB sem setti met í 4x50m fjórsundi og 4x100m fjórsundi telpna. Ásamt Kareni syntu þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir í sveitinni.
Á lokahófinu í kvöld voru svo veitt verðlaun fyrir bestu afrek mótsins í aldursflokkunum. 

