Beint á efnisyfirlit síðunnar

EMU 2014 í Dordrecht

07.07.2014

Fjórir keppendur lögðu af stað til Dordrecht í Hollandi í morgun ásamt fylgdarfólki en þar munu þau taka þátt í Evrópumeistaramóti Unglinga í 50m laug. Mótið stendur frá 9. júlí til 13. júli.

Íslenska liðið stendur saman af þeim Þresti Bjarnasyni, Sunnevu Dögg Friðriksdóttur og Írisi Ósk Hilmarsdóttur, öll úr ÍRB og Kristni Þórarinssyni sem æfir með Fjölni.

Þjálfari er Ragnheiður Runólfsdóttir og liðsstjóri og sjúkraþjálfari er Unnur Sædís Jónsdóttir. 

Við fylgjumst með í vikunni og flytjum fréttir um leið og þær berast.

 

Til baka