Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur 1, fyrri hluti á NÆM 2014

12.07.2014

Sundfólkið á NÆM stóð sig mjög vel í morgun en mótið hófst þá, keppt er í þrem hlutum tveir í dag og einn á morgun sunnudag.
Fyrsta sundið okkar var 800m skrið, þar kepptu Stefanía, Katarína, Harpa og Eydís Ósk. Stefanía og Katarína voru með flottar bætingar, Harpa rétt við sinn tíma en það dugði henni í 3ja sætið í greininni. Eydís Ósk var aðeins frá sínu besta.
Næstur var Ólafur eini herramaðurinn í hópnum hann synti 1500m skrið og var hann aðeins frá sínum tíma. Gunnhildur synti svo 200m bak, Stefanía og Karen Mist 200m bringu voru þær allar með góðar bætingar. Síðast en ekki síst syntu Harpa, Eydís Ósk, Gunnhildur og Karen Mist 4x100m fjórsund áttu þær allar mjög gott sund. Tíminn þeirra 4.41,56 er rúmum 6 sek undir íslenska telpnametinu 

Til baka