Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

02.07.2013

Fyrir framtíðina

Formaður SSÍ hefur sent út ósk um ábendingar/tillögur/hugleiðingar í tengslum við mótahald og atburði á vegum SSÍ. Hann óskar eftir viðbrögðum fyrir 7. júlí 2013 um framkvæmd móta, hvað má bæta, hvað er hægt að gera betur, hvað er vel gert, hverju þarf að breyta í reglugerðum osfrv. Ábendingar má senda á formaður@sundsamband.is Bréf formannsins hljóðar svo: "Kæru félagar Nú þegar komið er að lokum AMÍ 2013 og UMÍ 2013 er lokið einnig, finnst mér rétt að óska eftir viðbrögðum/ábendingum/tillögum frá þessum hópi. Meðal þess sem ég óska eftir eru hugleiðingar ykkar um framkvæmd mótana, hvað má bæta, hvað var vel gert, hvernig getum við gert betur, þarf að breyta reglugerðum, tillögur um lágmörk osfrv. Ég bið ykkur að senda mér viðbrögð ykkar innan viku þe fyrir 7. júlí. Þannig náum við vonandi að fanga það sem betur má fara. Þið megið einnig senda mér hugleiðingar um önnur mót og verkefni ef þannig stendur á. Tímaáætlunin sem ég er að vinna með er eftirfarandi: 7 júlí hugleiðingar og upplýsingar komnar í hús. 15 ágúst fyrsta tillaga m/breytingum send út til félaga og þjálfara til umsagnar. 15 september lokaútgáfa tilbúin ásamt lágmörkum. Hef þegar fengið nokkrar munnlegar athugasemdir tengdar boðsundum, verðlaunaveitinum, stigaútreikningi, aðstöðu og fleira en óska eftir því að fá þær skriflegar. Óska einnig eftir hugleiðingum ykkar um atburðadagatal. Vinsamlega sendið ábendingar á formaður@sundsamband.is Kær kveðja Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ"
Nánar ...
29.06.2013

Öðrum mótsdegi á AMÍ lokið

ÍRB leiðir stigakeppni félaga á AMÍ með töluverðum yfirburðum 748 stig og Sundfélagið Ægir er öruggt í öðru sæti með 422 stig. Í samkeppninni um þriðja sætið var SH yfir í nánast allan dag og endaði daginn með 281 stig en Sundfélagið Óðinn er skammt undan í fjórða sæti. Veðrið hefur leikið við okkur í lauginni í dag, sólin vermdi okkur megnið af deginum og hvergi er betra að vera en á Akureyri í sól og sumaryl.
Nánar ...
29.06.2013

Þriðja mótshluta lokið á AMÍ

Nú er þriðja mótshluta lokið á AMÍ og staða efstu liða nokkuð óbreytt. Í upphafi fjórða mótshluta verður öllum þátttakendum á mótinu 12 ára og yngri veitt sérstök þátttöku verðlaun. Stigastaða félaga eftir 30 greinar var eftirfarandi: 1. sæti ÍRB 552 stig 2. sæti Sf Ægir 316 stig 3. sæti SH 207 stig 4. sæti Sf Óðinn 200 stig 5. sæti Sd Breiðabliks 144 stig 6. sæti Sd Fjölnis 110 stig 7. sæti Sd KR 107 stig 8. sæti Sf Akraness 81 stig 9. sæti Afturelding 57 stig 10 sæti Sd Ármanns 17 stig 11. sæti ÍBV 16 stig 12. sæti Sd Stjörnunnar 14 stig 13. sæti Sf Rán 5 stig 14. sæti Sd UMFB 2 stig 15 sæti Sd Hamars 1 stig Önnur félög hafa ekki hlotið stig.
Nánar ...
28.06.2013

Fyrsta degi á AMÍ lokið - ÍRB með afgerandi forystu í stigakeppni félaga

Þá er fyrsta degi á AMÍ á Akureyri lokið. 20 greinar hafa verið syntar í aldursflokkunum stúlkur og piltar 15 ára, telpur og drengir 13-14 ára, meyjar og sveinar 11-12 ára og hnátur og hnokkar 10 ára og yngri. Því verður ekki á móti mælt að Íþróttabandalag Reykjanesbæjar leiði stigakeppni félaga á afgerandi hátt. Liðið hefur áunnið sér 380 stig eftir 20 greinar, 189 stigum fleiri en Sundfélagið Ægir sem er í öðru sæti með 191 stig. Það má segja að mesta spennan sé um þriðja sætið en þar berjast Sundfélag Hafnarfjarðar og Sundfélagið Óðinn um sætið. Í lok dagsins var SH með 158 stig í þriðja sæti en Óðinn með 156 stig í fjórða. Liðin höfðu skipst á sætum nokkrum sinnum yfir daginn. Veðrið á Akureyri var ágætt í síðari keppnishlutanum en það rigndi töluvert á okkur í morgun.
Nánar ...
27.06.2013

AMÍ sett í kvöld - keppni hefst í fyrramálið.

Aldursflokkameistaramót Íslands, AMÍ, var sett á Akureyri í kvöld af formanni SSÍ Herði J. Oddfríðarsyni. Setningin fór fram í Sundlaug Akureyrar eftir að liðin höfðu gengið fylktu liði frá Brekkuskóla yfir í laug. Hörður bað þátttakendur að minnast með sér Ólafs Rafnssonar forseta ÍSÍ sem lést 19. júní sl., með einnar mínútu þögn. Eftir það upphófust venjubundin köll keppenda í upphafi AMÍ, hvar sólin er ákölluð en ský rekin á brott. Keppni hefst svo í fyrramálið, en mótið er í sex hlutum, tveir á dag fram á sunnudagskvöld. Við munum reyna að setja hér inn fréttir af mótinu jafnóðum.
Nánar ...
26.06.2013

Sækýrnar náðu markmiði sínu.

Sækýrnar náðu yfir til Frakklands í gærkvöldi. Gott hjá þessum dugmiklu konum sem eru: Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir,Kristín Helgadóttir Komplett, Anna Guðrún Jónsdóttir,Birna Hrönn, Ragnheiður Valgarðsdóttir og Sigrún Þ Geirsdóttir.
Nánar ...
25.06.2013

Sækýrnar lagaðr af stað yfir Ermarsund

Sækýrnar lögðu af stað yfir Ermarsund fyrir um það bil klukkustund í blíðskaparveðri og lygnum sjó. Með því að fara hér innfyrir er hægt að finna tengil á Facebooksíðu þeirra sjá fleiri myndir og fylgjast með hvernig þeim gengur sundið
Nánar ...
19.06.2013

Ólafur E Rafnsson forseti ÍSÍ er látinn.

Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss nú fyrr í dag þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA World , Alþjóða Körfuknattleikssambandsins. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Ólafur starfaði sem lögmaður og rak eigin lögmannsstofu í Hafnarfirði. Ólafur Eðvarð Rafnsson var formaður Körfuknattleikssambands Íslands frá árinu 1996 til 2006 en það ár var hann kosinn forseti ÍSÍ. Ólafur var kjörinn forseti FIBA Europe árið 2010. Hann tók í lok síðasta mánaðar við stöðu forseta framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleikanna. Ólafur stundaði sjálfur körfuknattleik um árabil með Haukum og lék m.a. með landsliði Íslands. Íþróttahreyfingin harmar fráfall góðs félaga og öflugs foringja og vottar fjölskyldu Ólafs sína dýpstu samúð.
Nánar ...
16.06.2013

UMÍ lokið

Unglingameistaramóti Íslands er lokið. Úrslit er að finna undir UMÍ hér til hliðar á síðunni. Í lok mótsins voru krýndir Unglingameistarar í hvorum aldursflokki fyrir sig.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum