Fréttalisti
Hrafnhildur að standa sig vel
Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í öðru sæti í gærkvöldi í 100 jarda sundi á Grand Prix móti í Minneapolis jafnframt náði hún sínum besta tíma í jördum. Þetta sterka mót er hluti af undirbúningi hennar fyrir heimsmeistaramótið í Doha Qatar sem fer fram fyrstu vikuna í desember.
Nánar um mótið má lesa á
http://www.usaswimming.org/DesktopDefault.aspx?TabId=2056&Alias=Rainbow&Lang=en
swimswam.com http://swimswam.com/news/national/us-grand-prix/
Viðurkenningar eftir ÍM25
ÍM25 lokið - 2 Íslandsmet féllu í lokahlutanum
Þá er keppni á ÍM25 lokið hér í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti enn eitt metið þegar hún synti 100m baksund á tímanum 58,58 sek. Eldra metið átti hún sjálf en það var 58,83. Karlasveit SH bætti svo metið í 4x100m fjórsundi þegar þeir Kolbeinn Hrafnkelsson, Viktor Máni Vilbergsson, Predrag Milos og Aron Örn Stefánsson syntu á tímanum 3:45,66Íslandsmet í 4x50m skriðsundi í blönduðum flokki
Fimmta og næstsíðasta hluta á ÍM25 var að ljúka í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Eitt met var slegið en það var í 4x50m skriðsundsboðsundi í blönduðum flokki. Þar var að verki A sveit Íþróttabandalags Reykjavíkur sem synti á 1:38,63 og bættu þau þar með gamalt með A sveitar SH frá því í fyrra, 1:39,78. Sveit SH synti að vísu undir metinu líka, 1:38,63 en þar sem sveit ÍBR var þegar komin í mark dugði það skammt.Eygló með 2 Íslandsmet og eina jöfnun á Íslandsmeti
Þá er öðrum mótsdegi lokið á ÍM25 hér í Ásvallalaug og ber því að fara yfir árangur dagsins.
Eygló Ósk Gústafsdóttir, ÍBR, hélt uppteknum hætti og setti tvö Íslandsmet í úrslitahlutanum í dag og jafnaði eitt. Það fyrsta var í 50m baksundi þar sem hún synti á 27,45 og jafnaði þar þriggja ára gamalt met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur. Annað var um það bil 10 mínútum seinna í 100m fjórsundi þegar hún synti á 1:01,59 og bætti þar þriggja ára gamalt met Ragnheiðar Ragnarsdóttur sem var 1:01,72. Það þriðja var svo fyrsti 4 Íslandsmet og 3 telpnamet á fyrsta degi ÍM25
Uppfært - ÍM25 hófst með hvelli í morgun þegar Karen Mist Arngeirsdóttir úr ÍRB bætti eigið telpnamet í 100m bringusundi en hún synti á 1:12.88. Gamla metið var 1:13,01 frá því í júní á þessu ári. Karen Mist var ekki hætt því hún synti enn hraðar í úrslitum og bætti nokkurra klukkustunda gamalt met um tæpa sekúndu, 1:11,91.ÍM25 að hefjast - Úrslit á SportTV
Nú kl. 10 hefst keppni á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Er þetta þriðja árið í röð sem það er haldið í samvinnu við Sundfélag Hafnarfjarðar enda hefur vel til tekist síðustu ár. Þetta árið eru 136 keppendur skráðirMyndbönd frá ráðstefnu ÍSÍ um afreksstefnur
13. október sl fór fram ráðstefna um stefnumótun í afreksíþróttum. Ráðstefnan var öllum opin, en erindi fluttu Friðrik Einarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, Óskar Þór Ármannsson sérfræðingur hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Andri Stefánsson sviðstjóri ÍSÍ, Kjartan Ásmundsson frá ÍBR, Arnar Bill Gunnarsson fræðslustjóri KSÍ, Hannes S. Jónsson formaður KKÍ, Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ, Jóhann Steinar Ingimundarson formaður umf. Stjörnunnar og Jeron Bill frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Hollands.Þjálfaranámskeið 7. - 8 nóvember
Uppskeruhátið eftir ÍM25
Eins og flestir vita nálgast Íslandsmeistaramótið í 25m laug óðfluga en það fer fram helgina 14. til 16. nóvember í Ásvallalaug í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar.
Eftir að mótið klárast á sunnudeginum hefur verið hefð að hafa uppskeruhátið og verður engin breyting þar á þetta árið. Sunddeild Breiðabliks auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri hópa. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í byrjun janúar 2015.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í byrjun janúar 2015.- Fyrri síða
- 1
- ...
- 118
- 119
- 120
- ...
- 142