Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

06.09.2013

Viðtal við Helgu og Þórunni í sundþorpinu í Einhoven.

Hér fyrir innan er tengill á facebooksíðu SSÍ, en þar er að finna stutt viðtal við þær vinkonur Helgu Sigurðadóttur og Þórunni Kristínu Guðmundsdóttur, sem samkvæmt okkar bestu vissu eru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á EM garpa. Það eru margir sem koma að framkvæmd svona móts eins og EM garpa er. Þar á meðal er stór......................
Nánar ...
06.09.2013

Þórunn og Helga á EM garpa ásamt 5100 öðrum

Þórunn Krístín Guðmundsdóttir og Helga Sigurðardóttir úr Sundfélaginu Ægi eru keppendur á Evrópumeistaramóti Garpa sem fram fer í Eindhoven. Þórunn keppti í morgun í 200 metra bringusundi og stóð sig vel að vanda. Helga syndir í eftirmiðdaginn 50 metra skriðsund og ekki við öðru að búast af henni.
Nánar ...
05.09.2013

Helga stóð sig vel í Eindhoven

Helga Sigurðardóttir Sundfélaginu Ægi stóð sig vel í 100 metra skriðsundi núna áðan á EM garpa í Eindhoven. Hún synti á 1:07,60, en eftir 50 metra var tíminn hennar 31,61 sek. Fínn tími hjá Helgu. Hér fyrir innan eru nokkar myndir af Hlegu fyrir og eftir sund.
Nánar ...
05.09.2013

Helga komin til Eindhoven

Helga Sigurðardóttir úr Sundfélaginu Ægi er komin til Eindhoven á Evrópumeistaramót garpa sem haldið er í Pieter van der Hoogenband sundmiðstöðinni. Helga syndir í dag 100 metra skriðsund og hefst sundið hennar uþb kl. 15:00 að íslenskum tíma. Hér fyrir innan eru tenglar á heimasíðu mótsins og fleira.
Nánar ...
02.09.2013

UPPFÆRT. Þórunn gerði vel í gær og í dag

Þórunn Kristín synti 800 metrana vel í gær hér í Eindhoven, synti á tímanum 12:13,70. Í dag synti hún 400 metra skriðsund og stóð sig vel. Hún fór á tímanum 6:00,88. Myndir af Þórunni í keppninni frá í gær og dag eru hér fyrir innan.
Nánar ...
01.09.2013

EM garpa hafið, tveir Íslendingar meðal keppenda

EM garpa í sundíþróttum er hafið í Eindhoven. Tveir Íslendingar keppa í sundi á mótinu þær Þórunn Kristín Guðmundsdóttir og Helga Sigurðardóttir. Þetta er mikil hátíð hér í Hollandi, 5100 keppendur, þar af 4400 í sundi, 830 í víðavatnssundi, 130 í samhæfðri sundfimi og 80 í dýfingum. Sundkanttleikskeppnin fór fram í Búdapest síðustu helgina í júní en þar kepptu 62 lið. Hér fyrir innan er að finnan nokkra hlekki á mótið, ráslista, bein úrslit á netinu osfrv. Þórunn Kristín keppir í dag í 800 metra skriðsundi, hún keppir í 12 riðli af 25. Hennar riðill er ræstur ca kl. 13.45 að íslenskum tíma.
Nánar ...
22.08.2013

Tímarit FINA komið á vefinn

Alþjóða sundsambandið gefur út veglegt tímarit nokkrum sinnum á ári. Þessi tímarit eru bólgin af efni og myndum tengdum sundíþróttum. Helsti galli þeirra hingað til hefur verið hversu þykk............
Nánar ...
18.08.2013

Ábendingar til SSÍ - úrvinnsla og áframhaldandi vinnsla

Formaður SSÍ sendi, eftir AMÍ í sumar, til félaga, þjálfara og annarra sem tengjast sundíþróttum ósk um ábendingar um atriði sem betur mættu fara í starfi SSÍ. Nokkuð margar ábendingar bárust, um margvísleg málefni. Stjórn SSÍ ræddi þær á fundi sínum og tók ákvörðun um breytingar á nokkrum atriðum, óskar eftir umsögn þjálfara og landsliðsnefndar um önnur, en telur nokkur atriði ekki til þess fallin að gera breytingar að þessu sinni.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum