Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

28.08.2014

Tvö met hjá Hrafnhildi í dag

Uppfærð frétt - Tvö met í dag. Hrafnhildur Lúthersdóttir slær ekkert af en nú rétt í þessu synti hún undir Íslandsmetinu í 50m bringusundi í 25m laug þegar hún kom þriðja í mark á tímanum 30,67 í úrslitum í greininni á Heimsbikarnum í Doha í Qatar. Hún synti undanrásir í morgun og fór þar á 31,27 sem skilaði henni í fjórða sætið í úrslitin. Gamla metið átti hún sjálf frá því 2010 í Dubai, 30,82. Hún syndir svo 200m bringusund í beinum úrslitum eftir stutta stund og lýkur þar með keppni á mótinu.
Nánar ...
27.08.2014

Marcus Röttger á fundi með stjórn SSÍ

Marcus Röttger frá Myrtha Pools kom á fund stjórnar SSí nú í kvöld og fór yfir mörg nauðsynleg atriði sem þarf að hafa í huga við uppbyggingu aðstöðu fyrir sundíþróttir. Á fundinum voru einnig umboðsmenn Myrtha Pools á Íslandi þeir Ágúst Óskarsson og Heiðar Ágústsson. Einnig voru á fundinum Hildur Karen Aðalsteinsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri SSÍ og Gústaf Adólf Hjaltason úr Mannvirkjanefnd SSÍ. Það er von stjórnar SSÍ að þessi heimsókn Marcusar verði til setja áætlanir um uppbyggingu sundíþróttaaðstöðu á Íslandi í raunhæft far.
Nánar ...
27.08.2014

Hrafnhildur með Íslandsmet í 100m bringusundi

Það er enginn tími til að taka því rólega hjá Hrafnhildi Lúthersdóttur, SH og Klaus Jurgen-Ohk þjálfara hennar því þau eru mætt til Doha í Qatar á Heimsbikarinn í 25m laug eftir að hafa eytt síðustu dögum í Berlín á EM50. Berlínarferðin heppnaðist gífurlega vel og svo virðist sem það breytist lítið þar sem Hrafnhildur stórbætti eigið Íslandsmet í 100m bringusundi í 25m laug þegar hún synti á tímanum 1:06,88 og hafnaði í þriðja sæti. Gamla metið var 1:07,26 og var sett í Dubai árið 2010. Nánar um keppnina hér
Nánar ...
26.08.2014

Uppbygging sundlauga á Íslandi

Sundsamband Íslands hefur haft forgöngu um að einn af helstu yfimönnum Myrtha pools, Marcus Röttger, komi til Íslands og kynni framleiðslu fyrirtækisins fyrir því lykilfólki sem sér um sundlaugabyggingar á Íslandi. Þannig er hægt að koma umræðu um uppbyggingar á sundíþróttaaðstöðu í farveg, auk þess sem raunhæfur valkostur við uppsteyptar og flísalagðar laugar er kynntur. Við höfum boðað til fimm funda á fjórum stöðum á landinu af þessu tilefni. 1) Miðvikudaginn 27/8 kl. 14:00 Reykjavík (Efstaleiti 7) Allir áhugasamir eru velkomnir. 2) Miðvikudaginn 27/8 kl. 18:15 Reykjavík (Íþróttamiðstöðin í Laugardal) fundur með stjórn SSÍ og mannvirkjanefnd. Allir áhugasamir eru velkomnir. 3) Fimmtudaginn 28/8 kl 13:00 Ísafjörður 4) Föstudaginn 29/8 kl. 9:30 Akureyri (Hofsbót 4) fundað með gestum. Hönnuðum, arkitektum, sundfélagi, kjörnum fulltrúum og bæjarstarfsmönnum boðið á fundinn. Allir áhugasamir velkomnir. 5) Föstudaginn 29/8 kl. 15:00 Akranes Hér er hlekkur á heimasíðu Myrtha pools. Vinsamlega kynnið þeim sem áhuga og gagn kynnu að hafa af þessum fundum.
Nánar ...
26.08.2014

Kristinn og Sunneva luku keppni á YOG

Um helgina luku þau Kristinn Þórarinsson og Sunneva Dögg Friðriksdóttir keppni á Ólympíuleikum Ungmenna í Nanjing í Kína. Síðasta grein Kristins var 200m baksund og synti hann á 2.07,53 en hann var 6,79 sekúndum á eftir sigurvegara riðilsins. Sunneva Dögg synti 400m skriðsund og endaði þriðja í sínum riðli á tímanum 4:32,75 en komst ekki í úrslit.
Nánar ...
24.08.2014

Hrafnhildur kom í mark í áttunda sæti

Hrafnhildur synti rétt í þessu 50m bringusund í úrslitum á tímanum 31.53 og lenti í áttunda sæti. Þá hafa Þær Ingibjörg Kristín og Hrafnhildur lokið keppni á EM50 2014. Hrafnhildur mun taka þátt í Heimsbikarmóti í DOHA 27. - 28 ágúst n.k. Ingibjörg mun fara á næstu dögum aftur til Ameríku þar sem hún stundar æfingar og nám.
Nánar ...
21.08.2014

Hrafnhildur í undanúrslit í 200m bringu

Hrafnhildur Lúthersdóttir virðist sannarlega vera í feiknaformi en hún synti sig inn í undanúrslitin í 200m bringusundi á EM50 í Berlín í morgun. Tíminn var 2:28,07 sem er hennar besta morgunsund til þessa. Klaus Jürgen-Ohk er í Berlín sem þjálfari og segir vel mega búast við öðru meti frá henni í undanúrslitum seinni partinn. Hrafnhildur er í 10. sæti og syndir því í fyrri riðlinum á annarri braut. Riðillinn ætti að hefjast kl. 17:14 samkvæmt heimasíðu mótsins.
Nánar ...
20.08.2014

Ingibjörg bætti sig í 100m baksundi

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti 100m baksund í undanrásum á EM50 í Berlín í morgun og stóð sig með ágætum. Hún synti á 1:04,46 og bætti þar með sinn besta tíma um 2/100 úr sekúndu. Tíminn skilaði henni í 33. sæti en næst keppir hún í 50m baksundi eftir tvo daga. Í fyrramálið syndir Hrafnhildur Lúthersdóttir svo 200m bringusund í undanrásum.
Nánar ...
19.08.2014

Íslandsmet hjá Hrafnhildi í 100m bringusundi

Nú rétt í þessu synti Hrafnhildur Lúthersdóttir í undanúrslitum í 100m bringusundi á EM50 í Berlín. Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet því hún synti á 1:08,19 en gamla metið var 1:08,57. Stórgóð bæting um tæpa hálfa sekúndu og ljóst að hún er í feiknaformi. Tíminn skilar henni í 10. sæti en efstu 8 keppa til úrslita. Hún er þó á lista yfir varamenn ef ske kynni að einhver skrái sig úr úrslitunum og verður þá númer tvö í röðinni inn.
Nánar ...
19.08.2014

Hrafnhildur í undanúrslit í 100m bringu

Í morgun synti Hrafnhildur Lúthersdóttir 100m bringusund í undanrásum á EM50 í Berlín. Kom hún í mark á tímanum 1:09,12 og hafnaði í 15. sæti, sem dugar henni í undanúrslit sem hefjast seinni partinn. Er þetta þriðji besti tími Hrafnhildar í greininni og einungis um hálfri sekúndu frá Íslandsmeti hennar.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum