Íþróttamaður ársins - Heiðurshöll ÍSÍ
Hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna til að útnefna íþróttamann ársins 2014 fór fram í Gullhömrum sl. laugardag. Margt var um manninn, allir íþróttamenn sem sérsambönd og íþróttanefndir ÍSÍ höfðu útnefnt fengu viðurkenningu auk þeirra 10 sem urðu efst í kjörinu á íþróttamanni ársins.
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2014 að mati íþróttafréttamanna og er vel að titlinum kominn. Í öðru sæti varð Gylfi Sigurðsson og í því þriðja Guðjón Valur Sveinsson. Þrí sundmenn komust á lista yfir þá tíu sem flest atkvæði fengu í kjörinu, en það voru þau Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Jón Margeir Sverrisson, sem reyndar er tilnefndur fyrir íþróttir fatlaðra.






.jpg?proc=100x100)

