Fréttalisti
Inga Elín setti Íslandsmet í 400m skriðsundi
Hrafnhildur setti Íslandsmet og Eygló Ósk varð tíunda í morgun.
Landssveitarmet í 4x50m fjórsundi blönduðum liðum
Inga Elín Cryer með Íslandsmet í 800m skriðsundi
Annað Íslandsmetið í Doha þennan morguninn er fallið.
Inga Elín Cryer var að setja nýtt Íslandsmet í 800m skriðsundi.
Inga Elín synti á 8:38,79mín. og bætti þar með met sitt frá því 2011 (8:41,79mín.) um heilar þrjár sekúndur.Nýtt Íslandsmet hjá Eygló í undanrásum HM25
Eygló Ósk Gústafsdóttir var rétt í þessu að setja nýtt Íslandsmet í 100 metra fjórsundi á HM25 í Doha. Hún synti í undanrásum á tímanum 1.01,55 en gamla metið átti hún sjálf frá Íslandsmeistaramótinu í nóvember sl. en það var 1.01,59. Nýtt Íslandsmet hjá Karlasveit Íslands í 4x100m skriðsundi
Dagur 1 HM25 í Doha
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði bestum árangri íslensku sundmannanna á fyrsta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í 25 m laug sem hófst í Doha í Katar í morgun. Hrafnhildur hafnaði í 19. sæti af 68 keppendum í 50 m bringusundi en sextán þeir bestu komust áfram í undanúrslit.
Hrafnhildur synti á 30,79 sekúndum og var aðeins 12/100 úr sekúndum frá eigin Íslandsmeti sem hún setti í ágústlok á móti í Doha.
Íslenska sundfólkið komið til Doha
Hrafnhildur að standa sig vel
Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í öðru sæti í gærkvöldi í 100 jarda sundi á Grand Prix móti í Minneapolis jafnframt náði hún sínum besta tíma í jördum. Þetta sterka mót er hluti af undirbúningi hennar fyrir heimsmeistaramótið í Doha Qatar sem fer fram fyrstu vikuna í desember.
Nánar um mótið má lesa á
http://www.usaswimming.org/DesktopDefault.aspx?TabId=2056&Alias=Rainbow&Lang=en
swimswam.com http://swimswam.com/news/national/us-grand-prix/
Viðurkenningar eftir ÍM25
ÍM25 lokið - 2 Íslandsmet féllu í lokahlutanum
Þá er keppni á ÍM25 lokið hér í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti enn eitt metið þegar hún synti 100m baksund á tímanum 58,58 sek. Eldra metið átti hún sjálf en það var 58,83. Karlasveit SH bætti svo metið í 4x100m fjórsundi þegar þeir Kolbeinn Hrafnkelsson, Viktor Máni Vilbergsson, Predrag Milos og Aron Örn Stefánsson syntu á tímanum 3:45,66- Fyrri síða
- 1
- ...
- 117
- 118
- 119
- ...
- 141