Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

06.12.2013

Tvö brons í hús á NMU

Úrslitahluta dagsins er nú lokið og krakkarnir komnir inn á herbergi. Árangur eftirmiðdagsins var ágætur og mun betri en í morgun en tvö brons komu í hús. Þau Ragga og Kjell hafa þó sagt að þau búist við enn meiru af þeim og tóku krakkarnir mjög vel í það. Bryndís endaði í fjórða sæti í 200m skriðsundi með tímann 2:06,36. Íris Ósk
Nánar ...
06.12.2013

NMU - Staðan eftir undanrásir dagsins

Í morgun hófst keppni í undanrásum á NMU hér í Færeyjum. Birta María reið á vaðið og synti 200m skriðsund á 2:12,55. Bryndís fylgdi þá á eftir og synti sig í úrslit í sömu grein með tímann 2:08,63. Sunneva Dögg synti svo í síðasta riðli á tímanum 2:12,25. Í 200m skriðsundi karla syntu þeir
Nánar ...
05.12.2013

NMU hefst í fyrramálið - hlekkur á bein úrslit

Tuttugu manna hópur lagði af stað upp úr hádegi í gær frá Keflavík til Færeyja til að keppa á Norðurlandameistaramóti Unglinga. Millilent var í Köben og gekk ferðin mjög vel, þrátt fyrir örlitla tímaþröng. Við lentum í Færeyjum í gærkvöldi uppúr 20:00 og tókum þaðan rútu beint upp á Hótel Føroyar þar sem við fengum hressingu. Krökkunum var þá raðað í herbergi og leyft að hvíla sig fyrir átök helgarinnar.
Nánar ...
01.12.2013

Úrslit Bikarkeppni SSÍ

Þá er Bikarkeppni SSÍ lokið. Úrslitin urðu eftirfarandi: Í fyrstu deild Karla SH 14.721 stig - BIKARMEISTARI KARLA 2013 ÍRB 13.179 stig Fjölnir 12.136 stig ÍA 9.959 stig KR 8.749 stig Ægir 8.359 stig Í fyrstu deild kvenna: ÍRB 15.312 stig - BIKARMEISTARI KVENNA 2013 SH 14.793 stig Ægir 12.937 stig ÍA 9.950 stig KR 3.446 stig Í annarri deild karla UMSK 11.405 stig SH B 9.426 stig Ármann 4.054 stig Í annarri deild kvenna ÍRB B 12.269 stig Fjölnir 11.694 stig UMSK 11.330 stig SH B 9.894 stig Ármann 9.093 stig Það er því ljóst að karlalið Sundfélagsins Ægis fellur í aðra deild en upp í fyrstu deild kemur karlalið UMSK (Afturelding, Breiðablik, Stjarnan).
Nánar ...
30.11.2013

Bikarkeppni SSÍ er í fullum gangi í Laugardalnum

Bikarkeppni SSÍ í fullum gangi Bikarkeppni SSÍ hófst í gær í Laugardalslauginni. Keppt er í karla og kvennaflokkur í tveimur deildum. Mótið er liðamót og er farið eftir FINA stigum. Þau stig eru reiknuð út frá gildandi heimsmeti í hverri grein og skalast niður eftir því sem tíminn er lakari. Heimsmetstími gefur 1000 stig. Sigurvegarar fyrstu deildar karla og kvenna hljóta í lok móts titilinn Bikarmeistari Íslands í sundi. Eftir annan hluta af þremur er stigastaðan í annarri deildinni sem hér segir:
Nánar ...
24.11.2013

Síðasta degi ÍM25 lokið - fjögur Íslandsmet

Þriðja og síðasta degi ÍM25 í Ásvallalaug í Hafnarfirði lauk rétt í þessu. Í undanúrslitum setti Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi nýtt Íslandsmet í 400m fjórsundi þegar hún synti á tímanum 4:46,36 og bætti þar með ársgamalt met Ingu Elínar Cryer sem var 4:47,21. Eygló Ósk setti svo Íslandsmet í 100m baksundi þegar hún synti á 59,42 og bætti þar með metið sem hún setti í gær þegar hún fór fyrsta sprett í boðsundi . Var þetta fimmta Íslandsmet Eyglóar um helgina og ljóst að hún er í hörku formi.
Nánar ...
23.11.2013

Fjórða hluta lokið á ÍM25 - Eitt Íslandsmet

Öðrum degi ÍM25 lokið – Eygló með Íslandsmet Úrslitahluta dagsins var rétt í þessu að ljúka hér í Ásvallalaug og fengum við mörg mjög spennandi sund. Eygló Ósk Gústafsdóttir setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 100m baksundi þegar hún synti fyrsta sprett í 4x100 fjórsundsboðsundi. Eygló synti á 59,56 sekúndum en gamla metið var 59,75 sekúndur sem hún átti sjálf frá því í desember 2011. Ólafur Sigurðsson úr SH bætti drengjametið sitt í 200m skriðsundi frá því í morgun um 1/100 úr sekúndu þegar hann synti á tímanum 1:57,42 mínútum. Í 50m baksundi setti Kristinn Þórarinsson úr Fjölni nýtt piltamet þegar hann synti á tímanum 25,42 sekúndum. Gamla metið átti Örn Arnarson frá árinu 1998. Í sömu grein bætti Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki svo sitt eigið sveinamet frá því í morgun. Hann synti þá á tímanum 30,10 sekúndum en hann synti á 30,82 sekúndum í morgun. Í 4x100 fjórsundsboðsundi kvenna settu B og C sveitir ÍRB ný aldursflokkamet. B sveitin synti á tímanum 4:35,61 sem er telpnamet. Sveitina skipuðu þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Svanfríður Steingrímsdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Sunneva Dögg Friðriksdóttir. Gamla metið var 4:37,37 og var í eigu ÍRB frá árinu 2010. C sveitin synti á tímanum 5:01,09 sem er meyjamet. Sveitina skipuðu þær Aníka Mjöll Júlíusdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir, Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir og Klaudia Malesa. Gamla metið var 5:03,59 og var í eigu ÍRB frá því í fyrra. Flottur árangur hjá krökkunum og við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með hann. Upphitun hefst svo kl. 7 í fyrramálið og keppni kl. 9. Takk fyrir daginn!
Nánar ...
23.11.2013

ÍM25 í fullum gangi

Annar dagur hafinn á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug Dagurinn hófst í 200m skriðsundi þar sem Ólafur Sigurðarson úr SH setti nýtt drengjamet þegar hann synti á tímanum 1.57,43 mínútum. Gamla metið átti hann sjálfur frá því í september síðastliðnum, 1.59,98 mínútur. Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðablik setti sveinamet í 50m baksundi, 30,82 sekúndur. Gamla metið var 31,58 sem Brynjólfur sjálfur setti í maí á þessu ári. Í lok hlutans var svo keppt í beinum úrslitum í 4x50m fjórsundsboðsundi í blönduðum flokki karla og kvenna, í fyrsta sinn á Íslandsmeistaramóti. Í fyrri riðlinum synti B sveit SH á nýju Íslandsmeti 1.57,49. Sveitina skipuðu þau Ásdís B. Guðnadóttir, Orri Freyr Guðmundsson, Predrag Milos og Guðný Erna Bjarnadóttir. Í seinni riðlinum kom svo A sveit Ægis fyrst í mark á tímanum 1.47,69 og bættu þar með um fjögurra mínútna gamalt met SH sveitarinnar. Sveit Ægis skipuðu Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson, Inga Elín Cryer og Birkir Snær Helgason. Þess ber svo að geta að í gær gleymdist að tilkynna um þrjú aldursflokkamet. Brynjólfur Óli Karlsson tvíbætti sveinametið sitt í 200m baksundi, fyrst í undanrásum – 2.23,14 og svo í úrslitum 2.19,72. Fyrir mótið var í gildi hans eigið met 2.23,68 frá því í september síðastliðnum. Kristinn Þórarinsson bætti einnig sitt eigið piltamet í 200m fjórsundi þegar hann synti á tímanum 2.00,70 í úrslitum. Gamla metið var 2:02,49 sem sett var á ÍM25 í fyrra. Í lok úrslitahlutans bætti sveit ÍRB svo meyjamet í 4x200m skriðsundi þegar þær syntu á tímanum 9.23,10. Gamla metið átti ÍRB einnig frá því 2005 en það var 9.49,19. Sveitina í gær skipuðu þær Stefanía Sigurþórsdóttir, Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir, Aníka Mjöll Júlíusdóttir og Klaudia Malesa. Úrslitahluti dagsins hefst svo kl. 17 í dag og hvetjum við alla til að koma og hvetja sundfólkið okkar áfram í Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Nánar ...
22.11.2013

Íslandsmeistaramótið í 25m laug hafið - 3 Íslandsmet

Íslandsmeistaramótið í 25m laug í sundi hófst í dag í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Undanrásir voru keyrðar í morgun en úrslitahluta dagsins er nýlokið. Þrjú Íslandsmet féllu en Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti eigið met í 200m baksundi þegar hún synti til sigurs á tímanum 2.06,59. Gamla metið hennar var 2.07,10 frá því í desember 2012. Eygló var þó ekki hætt og setti einnig Íslandsmet í 200m fjórsundi er hún synti á tímanum 2.13,41 og bætti gamla metið sitt frá því í október 2012 um tæpar tvær sekúndur, 2.15,10. Í lok hlutans bætti svo boðsundssveit Fjölnis 13 ára gamalt met í 4x200m skriðsundi karla. Þeir syntu á tímanum 7.34,50 en gamla metið átti sveit SH, 7.35,34. Sveit Fjölnis skipuðu þeir: Jón Margeir Sverrisson, Kristinn Þórarinsson, Hilmar Smári Jónsson og Daníel Hannes Pálsson. Jón Margeir Sverrisson fær eftirtalinn árangur viðurkenndan: Íslandsmet S14 flokkur fatlaðra Undanrásir 400m skriðsund: 4.06,22 Undanrásir 200m flugsund: 2.17,61 Úrslit 400m skriðsund: 2:04,89 Úrslit 4x200m skriðsund (fyrsti sprettur) 200m skriðsund: 1:56,58 Þess má geta að á þessu móti eru síðustu forvöð til að ná lágmörkum á NMU og EM25 í næsta mánuði. Þeir sem hafa náð lágmörkum verða tilkynntir í lok móts. Góður dagur í lauginni á enda og við vonumst eftir öðru næstu daga.
Nánar ...
20.11.2013

ÍM 25 2013 í Ásvallalaug

Íslandsmeistaramótið í 25m laug verður haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 22.-24. nóvember. Allar skráningar hafa nú verið staðfestar og má nálgast keppendalista, sem og aðrar upplýsingar um mótið, á ÍM25 síðunni okkar. Mótið er sem fyrr segir haldið í Ásvallalauginni og sér SH um framkvæmd þess í samstarfi við SSÍ. Nú er mikilvægt að allir sem að mótinu koma hjálpist að við að gera mótið sem skemmtilegast. Til þess að mótið geti gengið smurt fyrir sig þörfnumst við enn fleirri starfsmanna og biðlum við því til allra félaga að hvetja
Nánar ...
19.11.2013

ÁFRAM ÍSLAND

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar í kvöld einhvern mest spennandi og mikilvægasta leik sem liðið hefur spilað þegar liðið mætir Króatíu. Ávinningurinn af sigri er óumdeildur, sæti á HM í Brasilíu. Svona árangur næst ekki á einni nóttu. Svona árangur næst þegar allir leggjast á eitt, leikmennirnir, þjálfarateymið, stjórn og starfsfólk KSÍ, félögin og síðast en ekki síst stuðningsfólkið, við hin öll sem ætlum að setjast niður og horfa á leikinn, hugsa hlýlega til strákanna úti í Zagreb og upplifa hvernig liðsheildin skilar okkur áfram. En þó leikurinn vinnist ekki og liðið komist ekki áfram, hefur íslenska knattspyrnulandsliðið sýnt okkur öllum, hvar sem við stöndum í íþróttastarfinu, að það er allt hægt. Það er mikill ávinningur fólginn í því, fyrir okkur öll, þegar vel tekst til í hreyfingunni og KSÍ hefur með sínu fólki og sínum félögum haldið vel utan um uppbyggingu yngri flokka, eðlilega endurnýjun og ekki síst tókst einstaklega vel til þegar núverandi landsliðsþjálfari var ráðinn. Hann hefur leyst úr læðingi mikinn kraft, náð að samhæfa fólk úr ýmsum áttum, haldið hópnum á tánum og blásið þeim í brjóst eftirvæntingu, von og trú á starfinu. Við sem komum úr öðrum íþróttagreinum getum horft til þessa og lært. Hvetjum okkar lið áfram, fögnum með því hvernig sem úrslitin verða í kvöld. Árangurinn er óumdeildur. Áfram Ísland.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum