Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

13.07.2013

NYC fyrsti hluti

Harpa Ingþórsdóttir hóf keppni fyrir hönd Íslands í morgun og hafnaði í þriðja sæti í 400m skriðsundi kvenna, flottur árangur hjá henni.  Danir voru sigursælir í morgun og sigruðu í 7 greinum af...
Nánar ...
13.07.2013

EMU - Dagur 4

Ólöf Edda og Íris Ósk hafa nú lokið keppni á Evrópumóti Unglinga í Póllandi.  Kristinn á eitt sund eftir 400m fjórsund á morgun.  Öll syntu þau í undanrásum í morgun rétt við sína bestu...
Nánar ...
12.07.2013

EMU - dagur 3

Íris Ósk og Kristinn voru rétt við að komast í undanúrslit í sínum greinum og Ólöf Edda bætti sinn besta tíma. Íris Ósk Hilmarsdóttir synti 50 baksund á tímanum 31,06 enn til að komast í undanúrslit...
Nánar ...
11.07.2013

EMU í Póllandi dagur 2

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir  keppti í dag á Evrópumóti Unglinga í Póllandi í 200m bringusundi.  Ólöf Edda bætti sinn besta tíma í greininni og synti á tímanum 2:41,84  og hafnaði í 29.sæti...
Nánar ...
11.07.2013

EMU í Póllandi.

Keppni hóst í dag á Evrópumóti Unglinga i Proznan í Póllandi.  Fyrstur til að stinga sér til sunds var Kristinn Þórarinsson í 100m baksundi.  Kristinn bætti sinn besta tíma og synti á...
Nánar ...
10.07.2013

Starfsmenn á NÆM 2013

Hér að neðan má sjá starfsmannaskjal fyrir NÆM 2013 næstu helgi. Eins og sést vantar enn fólk í stöður til þess að geta keyrt löglegt mót. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til þess að skrá sig hjá honum Gunnlaugi - gunnlaugur@isam.is.
Nánar ...
05.07.2013

Íslandsmótið í Víðavatnssundi 2013

Securitasmótið, sem er jafnframt Íslandsmót í víðavatnssundi verður haldið fimmtudaginn 18. júlí nk. klukkan 17:00. Hið íslenska kaldavatnsfélag er framkvæmdaraðili mótsins fyrir hönd Sundsambands Íslands.
Nánar ...
05.07.2013

Landsliðsæfing á morgun laugardag.

Á morgun verður sameiginleg landsliðsæfing fyrir alla sem taka þátt í NÆM á Íslandi, EMU í Póllandi, EYOF í Hollandi og HM50 á Spáni. Æfingin fer fram í Laugardalslaug og hefst kl. 09:00.
Nánar ...
04.07.2013

Ólafur E Rafnsson forseti ÍSÍ kvaddur

Útför Ólafs E. Rafnssonar forseta ÍSÍ fór fram í dag. Athöfnin var látlaus og falleg og Hallgrímskirkja var fullsetin. Fulltrúar sérsambanda ÍSÍ stóðu heiðursvörð fyrir utan kirkjuna þegar kista Ólafs var borin út, en á Ásvöllum þar sem erfidrykkjan var haldin stóðu karla- og kvennalið Hauka í körfubolta heiðursvörð þegar gestir komu að. Það var vel viðeigandi svo stórt var framlag Ólafs í gegnum tíðina. Ólafur Rafnsson var mikill leiðtogi, lét sig skipta gengi íþróttahreyfingarinnar, fylgdist með íþróttafólki í keppni og setti sig vel inn í aðstæður keppenda. Hann lét sig varða aðbúnað og aðstöðu þess fólks sem starfar að íþróttamálum á Íslandi, hvort sem um var að ræða dómara og annað starfsfólk í keppni, þjálfara, stjórnarfólks eða sjálfboðaliða í hinum ýmsum störfum fyrir félög, deildir og íþróttagreinar. Hann var hreinskiptinn og fastur fyrir í samskiptum, sanngjarn og rökvís í samræðum og heill samvinnu sinni á hinum ýmsu sviðum íþróttahreyfingarinnar. Það er því með söknuði og virðingu sem við kveðjum okkar góða leiðtoga Ólaf Eðvarð Rafnsson, sem reyndist sundíþróttinni góður haukur í horni og frábær fulltrúi Íslands út á við. Sundhreyfingin sendir fjölskyldu Ólafs samúðarkveðjur.
Nánar ...
02.07.2013

Fyrir framtíðina

Formaður SSÍ hefur sent út ósk um ábendingar/tillögur/hugleiðingar í tengslum við mótahald og atburði á vegum SSÍ. Hann óskar eftir viðbrögðum fyrir 7. júlí 2013 um framkvæmd móta, hvað má bæta, hvað er hægt að gera betur, hvað er vel gert, hverju þarf að breyta í reglugerðum osfrv. Ábendingar má senda á formaður@sundsamband.is Bréf formannsins hljóðar svo: "Kæru félagar Nú þegar komið er að lokum AMÍ 2013 og UMÍ 2013 er lokið einnig, finnst mér rétt að óska eftir viðbrögðum/ábendingum/tillögum frá þessum hópi. Meðal þess sem ég óska eftir eru hugleiðingar ykkar um framkvæmd mótana, hvað má bæta, hvað var vel gert, hvernig getum við gert betur, þarf að breyta reglugerðum, tillögur um lágmörk osfrv. Ég bið ykkur að senda mér viðbrögð ykkar innan viku þe fyrir 7. júlí. Þannig náum við vonandi að fanga það sem betur má fara. Þið megið einnig senda mér hugleiðingar um önnur mót og verkefni ef þannig stendur á. Tímaáætlunin sem ég er að vinna með er eftirfarandi: 7 júlí hugleiðingar og upplýsingar komnar í hús. 15 ágúst fyrsta tillaga m/breytingum send út til félaga og þjálfara til umsagnar. 15 september lokaútgáfa tilbúin ásamt lágmörkum. Hef þegar fengið nokkrar munnlegar athugasemdir tengdar boðsundum, verðlaunaveitinum, stigaútreikningi, aðstöðu og fleira en óska eftir því að fá þær skriflegar. Óska einnig eftir hugleiðingum ykkar um atburðadagatal. Vinsamlega sendið ábendingar á formaður@sundsamband.is Kær kveðja Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ"
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum