Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

12.12.2016

Yfirlýsing frá formanni SSÍ

Í kjölfar fjölmiðlaumræðu og ummæla íþróttamanna á vegum Sundsambands Íslands á Heimsmeistaramótinu í sundi á dögunum vill formaður Sundsambands Íslands koma eftirfarandi á framfæri. Undirritaður var í hlutverki fararstjóra SSÍ á Heimsmeistaramótinu í Windsor, Kanada sem lauk í gær sunnudag, en var einnig í hlutverki miðlara til helstu fjölmiðla á Íslandi. Visir.is, Mbl.is og Ruv.is fylgdust vel með árangri okkar Íslendinga á mótinu og nýttu sér augljóslega þær upplýsingar sem sendar voru til þeirra. Efalaust hefði undirritaður mátt vera betur undirbúinn til þessarar þjónustu, bæði hvað varðar upplýsingar um sundfólkið og ekki síður hefði mátt setja fram skoðanir á árangri með skýrari hætti en gert var í tölvupóstum, Facebook-texta og fréttum á heimasíðu SSÍ. Myndir sem birtar voru á Facebook-síðu og heimasíðu og jafnframt sendar ofangreindum fjölmiðlum til birtingar voru teknar af undirrituðum og sundfólkinu sjálfu en úr þeim unnið af undirrituðum.
Nánar ...
11.12.2016

Tvö landsmet á síðasta degi HM25

Hér á síðasta degi HM25 í Windsor í Kanada voru sett tvö íslensk landsmet í 4x100 metra fjórsundi karla og kvenna, auk þess sem Kristinn Þórarinsson synti 200 metra baksund.
Nánar ...
11.12.2016

Síðasti dagur á NM 2016

Síðasti undanúrslitahluti NM 2016 er nú búinn og gekk nokkuð vel. Í úrslitum í dag synda fimm Íslendingar. Katarína mun synda 200m baksund en hún var í 9. sæti í undanúrslitum í flokki ungmenna. Karen syndir 200m bringusund en hún var í 11. sæti í undanúrslitum í flokki ungmenna
Nánar ...
10.12.2016

Drengjamet hjá Viktori og brons hjá Sunnevu

Nýtt drengjamet hjá Viktori sem bætti tímann sinn í 200m skriðsundi frá því í gær um sekúndu. Viktor synti fyrsta sprett í boðsundi og fór 200m skriðsund á 1.56,94. Sunneva Dögg með brons í 400m fjórsundi og góða bætingu; 4.53,78 í flokki fullorðinna.
Nánar ...
10.12.2016

Hrafnhildur setti Íslandsmet

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH setti í morgun Íslandsmet í 100 metra bringusundi þegar hún synti á 1:06,06. Hér í milliriðlunum setti hún nýtt met 1:05,67, náði 14. sæti sem dugar henni því miður ekki inn í úrslitariðilinn. Síðasti tími inn í úrslitin var 1:05,20.
Nánar ...
09.12.2016

Bronsverðlaun á NM 2016 í 1500m skriðsundi

Hafþór Jón Sigurðsson tryggði sér bronsverðlaun á NM í dag í 1500m skriðsundi, en hann synti á tímanaum 16.06.81. Sunneva Dögg Friðriksdóttir varð í sjötta sæti í 200m skriðsund á tímanum 2.01.92. Ágúst Júlíusson synti 50m flugsund á tímanum 24.57 og endaði í 5 sæti.
Nánar ...
09.12.2016

NM 2016 hófst í dag.

Norðurlandameistarmótið hófst í morgun í Kolding í Danmörku. Hópinn skipa 18 sundmenn, 2 þjálfarar og einn farastjóri eru með í för. Hópinn skipa : Adele Alexandra Pálsson Ágúst Júlíusson Ásdís Eva Ómarsdóttir Bryndís Bolladóttir Eydís Ósk Kolbeinsdóttir Hafþór Jón Sigurðsson Inga Elín Cryer Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Jón Tumi Dagsson Karen Mist Arngeirsdóttir Katarína Róbertsdóttir María Fanney Kristjánsdóttir Ólafur Sigurðsson Patrik Viggó Vilbergsson Stefanía Sigurþórsdóttir Sunneva Dögg Robertson Tómas Magnússon Viktor Forafonov.
Nánar ...
08.12.2016

Hrafnhildur á nýju Íslandsmeti

Í kvöld syntu þær stöllur Bryndís Rún Hansen 50 metra flugsund og Hrafnhildur Lúthersdóttir 100 metra fjórsund hér í Windsor í Kanada á HM25. Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet í sinni grein en hvorugar komust í úrslitariðilinn í sínum greinum.
Nánar ...
08.12.2016

Bryndís og boðssundssveitin settu Íslandsmet í morgunhlutanum

Bryndís Rún Hansen setti nýtt Íslandsmet í 50 metra flugsundi á HM25 í Windsor Kanada. Hún synti greinina á 0:26,22 sem 48/100 bæting og komst þar með í milliriðla. Blandaða sveitin okkar setti einnig landsmet þegar hún synti 1:43,84. Hrafnhildur Lúthersdóttir komst svo í milliriðla í 100 metra fjórsundi.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum