Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

17.05.2016

Anton Sveinn sjöundi í 100m bringusundi

Anton Sveinn synti nú rétt í þessu til úrslita í 100m bringusundi á tímanum 1.01.29 og varð sjöundi í sundinu. Anton á sjálfur íslandsmetið sem hann setti í Kazan í ágúst 2015, 1.00.53.
Nánar ...
17.05.2016

Bryndís Rún synti 100m skriðsund

Bryndís Rún synti rétt í þessu 100m skriðsund á EM50 í London á tímanum 56.98. Íslandsmetið á Ragnheiður Ragnarsdóttir 55.66. Bryndís syndir næst 100m flugsund á fimmtudagsmorgun.
Nánar ...
16.05.2016

Bryndís Rún nr 15 í 50m flugsundi

Bryndís Rún synti rétt í þessu í undanúrslitum á EM50 í 50m flugsundi og endaði í 15. sæti á tímanum 26.71. Bryndís hefði þurft að synda á 26.14 til að synda sig inn í úrslit á morgun. Það verður gaman að fylgjast áfram með Bryndísi en hún á eftir að synda 100m flugsund, 50m skriðsund og 100m skriðsund á EM50.
Nánar ...
16.05.2016

Anton sjötti inn í undanúrslit kvöldsins

Anton Sveinn synti rétt í þessu 100m bringusund á EM50 í London á tímanum 1.00.79 og mun synda í undanúrslitum í kvöld! Hann er sjötti inn í undanúrslitin í kvöld. Íslandsmetið hans er 1.00.53.
Nánar ...
16.05.2016

Bryndís í undanúrslitum í kvöld!

Bryndís Rún synti rétt í þessu 50m flugsund á EM50 í London, hún synti á nýju Íslandsmeti 26,68 og tryggði sér sæti í undanúrslitum í kvöld! Gamla metið átti hún sjálf 26.79 sett á ÍM50 2015.
Nánar ...
02.05.2016

SH sigurvegarar IMOC 2016

Nú um helgina fór fram Opna Íslandsmótið í Garpasundi, IMOC. Sundfélag Hafnarfjarðar sá um framkvæmd mótsins að þessu sinni í Ásvallalaug og þakkar Sundsamband Íslands þeim fyrir faglega og góða vinnu. 166 keppendur voru skráðir frá 14 liðum, 107 karlar og 59 konur. Sá yngsti sem keppti var 21 árs og þeir elstu áttræðir. Þá fengum við 12 sundmenn úr Havnar Svimjifjelag frá Færeyjum. Heimamenn í SH sigruðu stigakeppni liða 20. árið í röð sem verður að teljast ótrúlegur árangur.
Nánar ...
25.04.2016

Dagur 3 á ÍM50 og 17 ára gamalt piltamet féll !

Lokadagur ÍM50 hófst í morgun, þá jafnaði blandaða boðsundssveit (2 konur og tveir karlar) SH íslandsmet sitt í 4x50m skriðsundi. Syntu þau á tímanum 1.40.32 sem er nákvæmleg sami tími og þau syntu á í fyrra. Sveitina skipuðu : Aron Örn Stefánsson, Predrag Milos, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Í lokagrein mótsins setti piltasveit sundfélagsins Ægis piltamet í 4x100m skriðsundi, þeir syntu á tímanum 3.47.87. Gamla metið átti sveit Ægis og var það sett fyrir 17 árum í Hveragerði. Tíminn var þá 3.49.25. Sveitina í dag skipuðu þeir : Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson, Bjartur Þórhallsson, Hilmir Örn Ólafsson og Kristján Gylfi Þórisson Á ÍM50 eru veittar sérstakar viðurkenningar fyrir bestu afrek mótsins og einnig afrek á milli íslandsmeistaramóta. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum Sundsambands Íslands, til loka næsta íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Pétursbikarinn hlaut að þessu sinni Anton Sveinn Mckee fyrir 200m bringusund sem hann synti í Kazan á HM50 í ágúst 2015. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Kolbrúnarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum Sundsambands Íslands, til loka næsta íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann Kolbrúnarbikarinn að þessu sinni fyrir 200m bringusund sem hún synti á HM50 í Kazan í ágúst 2015. Sigurðarbikarinn er gefinn í minningu Sigurðar Jónssonar Þingeyings. Gefandi hans er fjölskylda Sigurðar. Sigurðarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum Sundsambands Íslands. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann Sigurðarbikarinn að þessu sinni fyrir 100m bringusund á ÍM50 2016. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Gefandi er forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Ásgeirsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum Sundsambands Íslands. Það var Íþróttamaður ársins 2015 Eygló Ósk Gústafsdóttir sem hlaut Ásgeirsbikarinn að þessu sinni fyrir 200m baksund á ÍM50 2016. Árangur mótsins var ágætur og hafa nú fjórir sundmenn tryggt sér keppnisrétt á EM50 sem hefst 16.maí n.k Það eru þau Anton Sveinn Mckee,Bryndís Rún Hansen, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Þrír hafa tryggt sér keppnisrétt á EMU, Evrópumeistaramóti unglinga sem verður haldið í Ungverjalandi í júlí. það eru þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Snæfríður Jórunnardóttir og Sunneva Dögg Friðriksdóttir. Einnig hafa tveir keppendur náð lágmörkum á Norðurlandamót Æskunnar í Finnlandi í júlí. það eru þau Brynjólfur Óli Karlsson,Stefanía Sigurþórsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum