Landsliðsnefnd hefur lokið vali á Smáþjóðaleikaliðinu
Smáþjóðaleikarnir 2017 verða haldnir í San Marino dagana 29. maí til 3. júní. Íslendingar hafa alla tíð verið mjög sigursælir í sundhluta leikanna og meira en helmingur allra verðlauna Íslands á Smáþjóðaleikum frá upphafi koma úr sundi. Liðið sem keppir í San Marino nú í vor er skipað 16 einstaklingum, 8 konum og 8 körlum. 





