Stór dagur hjá Guðmundi Harðarsyni í gær
Það var stór dagur í gær hjá Guðmundi Harðarsyni þegar hann var sæmdur æðstu viðurkenningum þriggja aðila, ÍSÍ, ÍBR og SSÍ. Dagurinn byrjaði með því að Lárus Blöndal forseti ÍSÍ sæmdi hann Heiðurskrossi ÍSÍ. Þá sæmdi Ingvar Sverrisson formaður ÍBR, Guðmund gullmerki ÍBR, og að lokum var Guðmundur gerður að Heiðursfélaga SSÍ.





