Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stór dagur hjá Guðmundi Harðarsyni í gær

07.05.2017

Það var stór dagur í gær hjá Guðmundi Harðarsyni þegar hann var sæmdur æðstu viðurkenningum þriggja aðila, ÍSÍ, ÍBR og SSÍ.  Dagurinn byrjaði með því að Lárus Blöndal forseti ÍSÍ sæmdi hann Heiðurskrossi ÍSÍ.  Í gærkvöldi var efnt til afmælisveislu í tilefni af 90 ára afmæli Sundfélagsins Ægis og þar kom Ingvar Sverrisson formaður ÍBR og sæmdi Guðmund gullmerki ÍBR, en þetta er aðeins 100. gullmerki sem ÍBR sæmir einstakling frá árinu 1944. Að því loknu stigu á stokk Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ og Jón Hjaltason varaformaður SSÍ og gerðu Guðmund að Heiðursfélaga SSÍ.

Guðmund­ur Þor­björn Harðar­son er fædd­ur 10. fe­brú­ar 1946. Hann hóf sundæf­ing­ar með sundfélaginu Ægi 9 ára gam­all og á ferli sín­um setti hann fjölda drengja-, ung­linga- og Íslands­meta í sundi.

Hann hafði snemma áhuga á þjálf­un, þjálfaði Sundfélagið Ægir í mörg ár og hefur verið ein af grunnstoðum félagsins alla tíð.  Árið 1973 flutti hann til Banda­ríkj­anna með fjölskyldu sína, þar sem hann sótti fram­halds­nám við Uni­versity of Ala­bama í Tuscaloosa. Stundaði hann þar jafn­framt sundæf­ing­ar og sundþjálf­un. Guðmund­ur varð þjálf­ari með sundliði skól­ans, einu sterk­asta skólaliði í Banda­ríkj­un­um á þess­um tíma.

Hann starfaði síðar sem aðalþjálf­ari sundliðs Rand­ers í Dan­mörku þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni 1980 - 1985.

Guðmund­ur varð landsliðsþjálf­ari í sundi milli 1970 - 1980, m.a., á Ólymp­íu­leik­un­um í München 1972 og 1976 í Montreal.  Hann varð svo aft­ur landsliðsþjálfari Íslands fyr­ir og á Ólymp­íu­leik­un­um í Seúl 1988.

Guðmund­ur hef­ur verið helsti tækni­maður Íslands á sviði sunds­ins og íþrótt­anna frá því hann kom frá námi í BNA. Hann átti sæti í tækn­i­nefnd LEN, Sund­sam­bands Evr­ópu frá því á tíunda áratug síðustu aldar, allt þar til á síðasta ári og setið fyr­ir hönd ÍSÍ í tækn­i­nefnd Smáþjóðal­eik­anna um langt ára­bil. Hann hef­ur stuðlað að helstu fram­förum á sviði rekst­urs sund­lauga enda fyrr­um for­stöðumaður tveggja stórra sundstaða og einnig látið mál­efni sunds­ins inn­an ÍSÍ til sín taka; setið í stjórn Af­reks­sjóðs ÍSÍ frá upp­hafi. Guðmund­ur hef­ur af­kastað miklu verki í þágu íþrótt­anna á Íslandi, svo ekki sé minnst á það verk sem hann hef­ur unnið fyr­ir sundíþrótt­ina.

Myndir með frétt

Til baka
Á döfinni

21