Íslandsmet hjá boðsundssveit SH
Íslandsmeistaramótið í 50m laug hélt áfram í dag en síðustu undanrásirnar fóru fram í morgun.
Í gær náði Katarína Róbertsdóttir lágmarki á Evrópumeistaramót Unglinga sem fer fram í Netanya í Ísrael í júlí. Hún náði því í 100m baksundi með tímann 1:06,07.



