Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmet hjá boðsundssveit SH

09.04.2017

Íslandsmeistaramótið í 50m laug hélt áfram í dag en síðustu undanrásirnar fóru fram í morgun.

Í gær náði Katarína Róbertsdóttir lágmarki á Evrópumeistaramót unglinga sem fer fram í Netanya í Ísrael í júlí. Hún náði því í 100m baksundi með tímann 1:06,07.

Í morgun sigraði sveit SH i 4x50m mixed skriðsundi á nýju Íslandsmeti 1:38,84. Gamla metið áttu SH-ingar sjálfir en það var 1:40,32. Sveitina skipuðu þau Aron Örn Stefánsson, Predrag Milos, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir.

Upphitun er nú hafin fyrir síðasta úrslitahlutann en eftir hann verða veittar viðurkenningar fyrir afrek unnin síðastliðið árið og á mótinu sjálfu. 

Ráslistar og úrslit
Til baka
Á döfinni

21