Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

25.04.2016

Dagur 3 á ÍM50 og 17 ára gamalt piltamet féll !

Lokadagur ÍM50 hófst í morgun, þá jafnaði blandaða boðsundssveit (2 konur og tveir karlar) SH íslandsmet sitt í 4x50m skriðsundi. Syntu þau á tímanum 1.40.32 sem er nákvæmleg sami tími og þau syntu á í fyrra. Sveitina skipuðu : Aron Örn Stefánsson, Predrag Milos, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Í lokagrein mótsins setti piltasveit sundfélagsins Ægis piltamet í 4x100m skriðsundi, þeir syntu á tímanum 3.47.87. Gamla metið átti sveit Ægis og var það sett fyrir 17 árum í Hveragerði. Tíminn var þá 3.49.25. Sveitina í dag skipuðu þeir : Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson, Bjartur Þórhallsson, Hilmir Örn Ólafsson og Kristján Gylfi Þórisson Á ÍM50 eru veittar sérstakar viðurkenningar fyrir bestu afrek mótsins og einnig afrek á milli íslandsmeistaramóta. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum Sundsambands Íslands, til loka næsta íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Pétursbikarinn hlaut að þessu sinni Anton Sveinn Mckee fyrir 200m bringusund sem hann synti í Kazan á HM50 í ágúst 2015. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Kolbrúnarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum Sundsambands Íslands, til loka næsta íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann Kolbrúnarbikarinn að þessu sinni fyrir 200m bringusund sem hún synti á HM50 í Kazan í ágúst 2015. Sigurðarbikarinn er gefinn í minningu Sigurðar Jónssonar Þingeyings. Gefandi hans er fjölskylda Sigurðar. Sigurðarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum Sundsambands Íslands. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann Sigurðarbikarinn að þessu sinni fyrir 100m bringusund á ÍM50 2016. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Gefandi er forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Ásgeirsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum Sundsambands Íslands. Það var Íþróttamaður ársins 2015 Eygló Ósk Gústafsdóttir sem hlaut Ásgeirsbikarinn að þessu sinni fyrir 200m baksund á ÍM50 2016. Árangur mótsins var ágætur og hafa nú fjórir sundmenn tryggt sér keppnisrétt á EM50 sem hefst 16.maí n.k Það eru þau Anton Sveinn Mckee,Bryndís Rún Hansen, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Þrír hafa tryggt sér keppnisrétt á EMU, Evrópumeistaramóti unglinga sem verður haldið í Ungverjalandi í júlí. það eru þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Snæfríður Jórunnardóttir og Sunneva Dögg Friðriksdóttir. Einnig hafa tveir keppendur náð lágmörkum á Norðurlandamót Æskunnar í Finnlandi í júlí. það eru þau Brynjólfur Óli Karlsson,Stefanía Sigurþórsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir
Nánar ...
24.04.2016

Dagur tvö á ÍM50

ÍM50 hélt áfram í gær laugardag. Anotn Sveinn sigraði í 50m bringusundi og var mjög nálægt íslandsmeti Jakobs Jóhanns sem sett var í Róm árið 2009. Nú þegar hafa fjórir sundmenn náð lágmarki á EM50 sem haldið verður í London um miðjan maí. Það eru þau Anton Sveinn, Eygló Ósk, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Bryndís Rún. Þá hafa þær Sunneva Dögg, Snæfríður Jórunnardóttir og Eydís 'Osk Kolbeinsdóttir náð lágmarki fyrir Evrópumeistaramót unglinga sem haldið verður í Ungverjalandi júlí. Brynjólfur Óli Karlsson og Stefanía Sigurþórsdóttir hafa náð lágmörkum á Norðurlandameistaramót æskunnar sem haldið verður í Finnlandi í júlí. Nánari úrslit af mótinu er hægt að finna með því að skoða þennan hlekk: http://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/15409/live/index.html
Nánar ...
23.04.2016

Breytingar á viðmiðum vegna EMU 2016

Vegna mistaka voru gefin út röng aldursviðmið fyrir karla/pilta á EMU. Í samræmi við reglugerð LEN um EMU geta karlar/piltar sem eru á aldrinum 15 ára, 16 ára, 17 ára og 18 ára öðlast keppnisrétt á EMU. Þetta eru árgangar karla/pilta sem eru fæddir árin 1998 - 2001. Áður hafði verið gefið út að árgangar karla/pilta fæddir árin 1997-1999 gætu áunnið sér keppnisrétt, en það er rangt. Árgangur 1997 fellur út en þess í stað bætast við árgangar fæddir 2000 og 2001. Í kvenna/stúlknaflokki bætist við árgangur 2002, þannig að fæðingarárgangar kvenna/stúlkna 1999-2002 geta öðlast keppnisrétt á EMU. Ástæða þessa eru mistök við uppsetningu á viðmiðum fyrir ári síðan og Sundsambandi Íslands þykkir mjög leitt að þetta hafi ekki uppgötvast fyrr.
Nánar ...
22.04.2016

Dagur 1 á ÍM50 lokið

Fyrsta degi á ÍM50 er lokið. Bryndís Rún Hansen úr Óðni tryggði sér keppnisrétt á EM50 í London í maí í 50m skriðsundi og 100m flugsundi, en hún varð Íslandsmeistari í báðum þessum greinum í dag. Sunneva Dögg Friðriksdóttir úr ÍRB setti stúlknamet í 400m skriðsundi á tímanum 4:20.66. Eldra metið átti Eygló Ósk úr Ægi og var það 4:23.24. Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki náði lágmarki á Norðurlandameistarmót æskunnar sem haldið verður í Finnlandi í sumar. Nú þegar hafa Eygló Ósk, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Anton Sveinn og Bryndís Rún tryggt sér keppnisrétt á EM50 sem hefst í London þ. 16.maí n.k. Eygló Ósk synti mjög vel 200m baksund og var rétt við íslandsmet sitt. Þess má geta að Eygló hefur ekkert hvílt sérstaklega fyrir þetta mót og það sama má segja um Hrafnhildi og Anton enda stefna þeirra allra að toppa á EM50 í maí. Mótið hefst aftur í fyrramálið kl 10:00 og verða úrslitasundin kl 16:30 á morgun. Hægt er að fylgjast með beinum úrslitum á : http://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/15409/live/index.html
Nánar ...
20.04.2016

Enn vatnar dómara og aðra starfsmenn á ÍM50

Meðfylgjandi er linkur á nýjasta starfsmannalistann fyrir ÍM50 :http://www.sundsamband.is/library/Sundithrottir/Sundmot/2015/IM50/D%C3%B3maraskr%C3%A1%20%C3%8DM50%202016.pdf ​ Mikilvægt er að hvert félag passi vel upp á að þeir skili réttu hlutfalli starfsmanna svo mótið gangi snuðrulaust fyrir sig. Enn vantar dómara á alla hluta og þul á föstudagsmorgun. Skráningar fara fram á : skraningssimot@gmail.com
Nánar ...
20.04.2016

Fullt hús á erindi Hrafnhildar og Ingibjargar

Það var fullt út að dyrum á erindi Hrafnhildar Lúthersdóttur og Ingibjargar Kristínar í gærkvöldi í E-sal ÍSÍ. Ingibjörg og Hrafnhildur fóru yfir hvernig það er að vera sundmaður og námsmaður í Bandaríkjunum. Erindið tókst virkilega vel enda Hrafnhildur og Ingibjörg flottar fyrirmyndir fyrir unga og upprennandi sundmenn. Sundmenn, foreldarar og þjálfarar mættu til að hlusta og voru margir það áhugsamir að stúlkurnar höfðu vart undan að svara spurningum.
Nánar ...
19.04.2016

ÍM50 2016 - Þrír dagar til stefnu

Næstu helgi, dagana 22-24. apríl, fer Íslandsmeistaramótið í 50m laug fram í Laugardalslauginni. Fyrstu drög að keppendalista hafa verið gefin út en listann, tímaáætlun og aðrar upplýsingar eru að finna á ÍM50 síðunni okkar. Morgunhlutar hefjast með upphitun kl. 8:30 og keppni 10:00. Keppni í úrslitum hefst svo kl. 17:30 á föstudag en hina dagana kl. 16:30.
Nánar ...
18.04.2016

Formannafundur laugardaginn 23.apríl

Formannafundur SSÍ verður haldinn 23.apríl strax á eftir úrslitahluta laugardagsins á ÍM50. Líklega um kl 18.30- 19.00. Fundurinn verður haldinn á Cafe Easy í ÍSÍ húsinu í Laugardal. Eftir fundinn verður boðið uppá góðan mat og léttar veitingar. Formannafundur er fyrir formenn félaga eða staðgengil formanns úr stjórn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á sundsamband@sundsamband.is fyrir þriðjudaginn 19.apríl.
Nánar ...
14.04.2016

Tvær af fremstu sundkonum landsins halda fyrirlestur.

Næstkomandi þriðjudag 19.apríl verða tvær af fremstu sundkonum landsins Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir með erindi í E-sal í húsi ÍSÍ í laugardalnum kl 20.00 Þær Hrafnhildur og Ingibjörg eru að koma hingað til lands um helgina til að taka þátt í ÍM50 sem haldið verður aðra helgi. Þær hafa nú um árabil stundað æfingar og nám við skóla í Bandaríkjunum og hafa mikinn áhuga á að kynna fyrir okkur hér heima hvernig það er að æfa sund og stunda nám í Háskóla í Bandaríkjunum. Þær munu fara yfir æfingavenjur, matarræði,styrktaræfingar og svara spurningum frá þátttakendum Erindið er opið öllum sundmönnum 13.ára og eldri, foreldrum, þjálfurum og öllum þeim sem hafa áhuga á sundi.
Nánar ...
10.04.2016

FINA dómaranámskeið var haldið um helgina í Laugardalnum

Um helgina var haldinn sérstakur FINA skóli fyrir starfandi sunddómara. Hingað til lands komu tveir alþjóðlegir dómarar á vegum FINA, Bill Hogan frá Canada og Jose Jesus frá Puerto Rico. Skólann sóttu 8 erlendir þátttakendur frá Kosovo, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum. Frá Íslandi komu 27 starfandi dómarar úr fjölmörgum félögum. Eitt af markmiðum skólans er að samræma dómgæslu í sundíþróttinni. Skólinn samanstóð af verklegri og bóklegri kennslu og voru allir þátttakendur ánægðir með þessa helgi. Kennararnir voru einnig yfir sig ánægðir með nemendur sína og höfðu orð á því að hér á landi væru mjög áhugasamir dómarar sem auk þess spyrðu krefjandi spurninga. Bestu þakkir til allra sem að náminu stóðu, sérstaklega til Sigurðar Óla Guðmundssonar fyrir mikla aðstoð við undirbúning og framkvæmd. Þá vill SSÍ einnig þakka Klaus Juergen Ohk og sundmönnum hans úr SH fyrir að setja á svið sundmót og framkvæma á því fjölmargar ógildingar, allt samkvæmt beiðni kennara FINA.
Nánar ...
05.04.2016

Sundknattleiksmót 14 ára og yngri

Sundknattleiksmót fyrir 14 ára og yngri Skipuleggjendur: Sundfélag Hafnarfjarðar í samvinnu við SSÍ og Sunddeild Ármanns Dagsetning og staður: Sunnudaginn 17. Apríl 2016 / Ásvallalaug í Hafnarfirði Tímasetning: Liða- og reglufundur: kl 8:30 Upphitun: kl 9:00 Keppni hefst: kl 9:30 Markið mótsins: Kynna sundknattleik fyrir ungu sundfólki, þjálfurum og félögum. Efla vitund með jafnri þáttöku beggja kynja í blönduðum liðum og veita öllum tækifæri til að taka þátt. Leyfa krökkum að skemmta sér í sundíþrótt og efla liðsheild. Mótið: Ø Mótið verður tvískipt: 14 ára og yngri (fædd 2002+) og 12 ára og yngri (fædd 2004+) Ø Leikjadagskráin verður kynnt rétt fyrir mót þegar skráningu er lokið. Ø Stefnt er að því að hafa 4-6 lið í hvorum aldurshópi. Ø Stigagjöf: Sigur 3 stig, jafntefli 2 stig og tap 1 stig Ø Ef lið standa jöfn að stigum ræður markahlutfall Ø Hvert lið mun spila að lágmarki tvo leiki. Ø Við hvetjum félög til að senda meira en eitt lið til keppni (td SH1 14U, SH2 14U og SH1 12U) svo fleira íþróttafólk fái tækifæri til að taka þátt. Tveimur bestu liðunum í hvorum aldurshópi verður boðið að leika úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil helgina 14.-15. Maí 2016 Liðin: Ø Liðin eru blönduð, strákar og stelpur, með að hámarki 10 leikmenn (2 markverði, 8 útileikmenn) og að lágmarki 8 leikmenn (1 markvörð og 7 útileikmenn) og þjálfara. Ø 6 leikmenn mega vera inn á hverju sinni, 1 markvörður og 5 útileikmenn. Ø Lið verða ávallt að vera með spilandi leikmenn af báðum kynjum. Ef dómari sér að lið er einungis skipað leikmönnum af öðru kyninu, mun hann stöðva leikinn og biðja þjálfra um að skipta út einum eða fleiri leikmönnum. Ø Allir leikmenn verða að taka þátt í báðum leikhlutum (undantekning er ef leikmaður meiðist) og er það á ábyrgð þjálfara að stýra skiptingum. Mótsgjald: 8000kr per lið Leikvöllur og lengd leiks: Ø Leikirnir verða spilaðir í tveimur hlutum, 7 mínútur hvor, með 3 mínútna leikhléi. Ø Skipt er um leikhelming í leikhléi. Ø Vallarstærð er 20,0m x 12,5m. Markstærð er 2.0m x 0,75m. Ø Boltastærð nr 3 fyrir báða aldurshópa. Ø Liðin nota númeraðar, bláar og hvítar hettur, og rauðar fyrir markverði. Reglur: FINA Water Polo reglur verða notaðar með nokkrum breytingum. https://www.fina.org/sites/default/files/finawprules_20152017.pdf Leikvilla (leik haldið áfram eftir aukakast – sending til liðsfélaga) Ø Setja boltann undir yfirborðið nálægt andstæðingi Ø Hindra andstæðing sem er ekki með boltann Ø Halda eða ýta leikmanni, sem er ekki með boltann, í kaf Ø Ýta sér frá öðrum leikmanni Ø Stíga í botninn eða halda í línurnar í leik Brottvísun – Leikmaður verður að fara af vellinum Ø Sparka eða kýla leikmann Ø Viljandi skvetta vatni í andlit á leikmanni Ø Trufla aukakast Ø Misferli eða vanvirðing við dómara Ø Árásagjörn hegðun, halda, ýta í kaf eða toga í leikmann sem er ekki með boltann Ø Með brottvísun fær leikmaður persónulega villu á leikspjaldið. Eftir 3 persónulegar villur má leikmaður ekki taka meira þátt í leiknum en annars leikmaður má taka hans stað. Undantekningar frá stöðluðum FINA reglum með breytingum fyrir 14 ára og yngri Ø Leikmenn mega grípa bolta með báðum höndum en verða að kasta boltanum með einni hendi Ø Eftir villu verður að senda boltann, beint skot á mark er ekki leyfilegt Ø Lið verða að spila pressuvörn á sínum leikhelmingi. (ef leikmenn fylgja þessu ekki mun dómari fyrst stöðva leikinn og útskýra regluna fyrir báðum liðum. Ef um ítrekuð brot er að ræða er leikmanni fá brottvísun og persónulega villu skráða) Svæðisvörn er líka óheimil. Ø Eftir brottvísun þarf leikmaður að synda inn í skiptisvæðið og má þá annar leikmaður koma strax inn á eða sami leikmaður synda aftur inn á leiksvæðið og halda áfram, án þess að bíða á skiptisvæðinu. Ø Yfirþjálfari má ganga upp að miðjunni á meðan lið hans er í sókn en ekki ræða við dómara né starfsmenn mótsins. Dæmi um reglubreytingar: https://www.youtube.com/watch?v=R2QqEPdeiis Leikur 12 ára og yngri: https://www.youtube.com/watch?v=7lpAGghJO20 Skráning: Lokafrestur skráningar er 10. Apríl (Nafn liðs og aldurshópur). Nafnaskýrslu með nafni leikmanns og aldri þarf að skila inn fyrir upphitun á keppnisdegi. Tengiliður: Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á tengilið mótsins, Mladen Tepavcevic (mladen@sh.is)
Nánar ...
31.03.2016

Fréttir af Antoni

Anton Sveinn McKee keppti á lokamóti Háskóla NCAA í Atlanta, Georgiu, USA um síðustu helgi. Anton keppti í þremur greinum og einu boðsundi á mótinu. Hann synti 500 yarda skriðsund á tímanum 4:18.93 hafnaði í 26 sæti af 58 keppendum. Í 100 yarda bringusundi synti hann á tímanum 52.78 og lenti í 17 sæti, átta hundruðustu frá því að ná inn í B úrslit. Í 200 yarda biringusundi synti hann á tímanum 1:51.87 og endaði í 4 sæti aðeins þremur hundruðustu frá þriðja sætinu. Lið Antons frá Alabama endaði í 6 sæti í liðakeppninni sem er bæting frá því í fyrra en þá lenti liðið í 10 sæti. Anton Sveinn var sáttur við sína frammistöðu á mótinu, en mótið var mjög sterkt að þessu sinni, mörg mótsmet og landsmet sett á mótinu. Anton kemur heim til að taka þátt í ÍM50 og síðan er það EM50 í London í maí.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum