Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

08.03.2016

Boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í dag.

Árleg boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í þriðja sinn í dag. Sundsamband Íslands hélt keppnina í Laugardalslaug í góðu samstarfi við dómara, þjálfara, tæknifólk og síðast en ekki síst starfsfólki laugarinnar en án þeirra gætum við ekki haldið þessa skemmtilegu keppni. Rúnar Freyr stóð sig frábærlega sem þulur mótsins. Alls voru 34 skólar skráðir til leiks með 64 lið í heildina. Keppt var í flokki 5.-7. Bekkjar annarsvegar og 8.-10. Bekkjar hinsvegar í 8x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. Keppnin fór þannig fram að 8 hröðustu liðin úr hvorum flokki fóru í undanúrslit og þar fóru 4 hröðustu liðin áfram í fyrri úrslitariðil. Þar kepptu liðin uppá að komast í lokaúrslitariðil sem innihélt 2 lið og kepptust beint um verðlaunasætin þrjú. Allt í allt gátu þeir hröðustu því synt fjórar umferðir. Gífurleg stemning myndaðist í lauginni en ætla má að um 550 börn hafi mætt í laugina ásamt fylgdarfólki. Áhorfendur sem settu mikinn svip á mótið voru hátt í 200, það er óhætt að segja það að sjaldan eða aldrei hefur verið kominn saman svona mikill fjöldi í Laugardalslaug! Úrslitin urðu sem hér segir: 5.-7. Bekkur: 1. Akurskóli - tími 2:08,85 mín 2. Brekkubæjarskólir- tími 2:17,80 3. Grundaskóli- tími 2:19,54 8.-10. Bekkur: 1. Holtaskóli - tími 1:52,75 2. Laugarlækjaskóli- tími 1:52,84 3. Akurskóli- tími 1:55,91 Um leið og við óskum þessum liðum til hamingju með árangurinn þá þökkum við öllum kærlega fyrir skemmtilegt mót og frábæra þátttöku og hlökkum til að sjá ykkur og enn fleiri að ári.
Nánar ...
03.03.2016

Sundskýlan á hilluna

Hrafn Traustason hefur ákveðið að leggja sundskýluna á hilluna efir áralangan feril í sundinu. Hrafn skrifaði svo fallega um sundíþróttina á dögunum á facebook síðu sinn og bað ég um leyfi til að setja það á heimasíðu SSÍ svo að fleiri gætu notið þessara skrifa á þessum tímamótum: Um helgina synti ég í seinasta skipti fyrir Oakland University og ég hef ákveðið að leggja skýluna upp á hillu. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þær stundir sem íþróttin hefur gefið mér og ég er stoltur af árangri mínum í sundi. Ég hef eytt ótal klukkustundum í lauginni og lært svo mikið um sjálfann mig í gegnum þær góðu og slæmu stundir sem ég hef átt á mótum og á æfingum. Ég væri ekki maðurinn sem ég er í dag ef ég hefði ekki verið að synda í öll þessi ár. Ég hef fengið tækifæri til að vinna með stórkostlegu fólki fyrst á Akranesi svo í Hafnarfirði og svo hér í Bandaríkjunum og hef kynnst vinum sem ég mun alltaf vera í sambandi við. Núna koma nýjar áskoranir sem ég hlakka til að takast á við og reyni að taka með trompi. Mig langar að hvetja alla sem hafa áhuga á að stunda íþróttir við háskóla í Bandaríkjunum til að hafa samband við mig ef þeir hafa spurningar eða vilja einhver ráð. Ég er meira en viljugur til að hjálpa til.
Nánar ...
22.02.2016

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 11. til 25. júní n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið ólympíuhugsjónin sem öflugt tæki í þróun og sjálfbærni, en auk þess verður lögð áhersla á ólympísk gildi og áhrif þeirra á umhverfisvernd. Flugferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Leitað er að einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna. Umsóknum skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, ekki seinna en miðvikudaginn 24. febrúar n.k. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöðin HÉR. Umsókn skal skilað á ensku og skulu fylgja henni tvær passamyndir. Frekari upplýsingar veitir Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sími 514 4000, ragnhildur@isi.is
Nánar ...
17.02.2016

Opið fyrir skráningar á Masters í London

Það verður opnað aftur fyrir skráningar á Masters í London seinnipartinn á morgun fimmtudag! Nú verður einungis hægt að skrá sig í 3 greinar ( voru áður 5) Frekari upplýsingar eru að finna hér : http://euroaquatics2016.london/masters/ Nú hafa amk 4 garpar skráð sig til leiks, nú er lag að fá fleiri með!
Nánar ...
16.02.2016

Dómaranámskeið 24.febrúar

Haldið verður dómaranámskeið í tengslum við vormót Fjölnis. Bóklegi hluti námskeiðsins verður þann 24. febrúar í Pálsstofu á 2. hæð í Laugardalslaug. Verkleg kennsla fer fram á vormóti Fjölnis 27. og 28. febrúar sem verður í Laugardalslaug. Þeir dómaranemar sem geta ekki verið á þessu móti geta beðið um að fá verklega kennslu á öðru móti í staðinn. Leiðbeinendur verða Björn Valdimarsson og Jón Hjaltason yfirdómarar. Vinsamlegast sendið skráningar fyrir 23. febrúar á netfangið: dmtnefnd@gmail.com
Nánar ...
15.02.2016

Gullmót KR um helgina.

440 sundmenn frá 25 sundfélögum tóku þátt í 11. Gullmóti KR, 12 - 14 febrúar í Laugardalslaug. Á mótinu var keppt i 62 greinum i 10 aldursflokkum. Alls voru sett 9 mótsmet á mótinu auk sem Guðmundur Hákon Hermannsson KR setti Íslandsmet i 400 m fjórsundi í flokki fatlaðra Aron Örn Stefánsson úr SH sigraði Alexander Jóhannesson úr KR i elsta flokknum í KR Super challenge. Í kvennaflokki sigraði Karen Sif Vilhjálmsdóttir úr SH Steingerði Hauksdóttur úr Fjölni. 50 m skriðsund var vinsælasta grein mótsins með 330 keppendum. ​ Veitt voru verðlaun fyrir samanlögð 3 stigahæstu sundin Kristinn Þórarinsson Fjölni varð stigahæstur með 1964 stig. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir ÍRB varð í 2. sæti með 1890 stig. Alexander Jóhannesson KR 3 sæti með 1887 stig. Helstu upplysingar ásamt myndbandi frá mótinu má finna á Facebook síðunni Gullmót KR https://www.facebook.com/gullmot/?fref=ts
Nánar ...
04.02.2016

Tokyo æfingabúðir 6. febrúar

Nú á dögunum var tilkynntur 59 manna hópur sem náði lágmörkum í æfingaverkefni á vegum SSÍ sem kallaður er Tokyohópurinn. Þetta er verkefni framtíðarhóps en markmiðið er að halda utan um þennan hóp fram að Ólympíuleikum 2020 í Tokyo og þjálfa þannig upp framtíðarlandslið.
Nánar ...
01.02.2016

Sundíþróttafólk ársins 2015

FINA útnefndi í gærkvöldi besta sundíþróttafólk ársins 2015 á sérstöku hátíðarkvöldi sem haldið var í Búdapest í tengslum við ráðstefnu um sundíþróttir.
Nánar ...
15.01.2016

Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ

Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 8. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina.
Nánar ...
15.01.2016

RIG ráðstefna 2016

Fimmtudaginn 21. janúar munu ÍSÍ og ÍBR í samstarfi við Háskólann í Reykjavík standa fyrir íþróttaráðstefnu í tengslum við RIG (Reykjavík International Games). Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík, hefst kl.17 og stendur til 21:00. Skráning fer fram á midi.is og er ráðstefnugjald 3.500 krónur og innifalinn léttur kvöldverður. Nánari upplýsingar um fyrirlestrana er að finna í viðhengi.
Nánar ...
12.01.2016

Evrópumeistarmót Garpa í London 2016.

SSÍ kynnir LEN European Masters Championships 2016 sem haldið verður í London dagana 25. - 29. maí nk. Allir þjálfarar og forystumenn Garpadeilda sundfélaga er hvattir til að kynna mótið innan sinna raða.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum