Hrafnhildur setti Íslandsmet
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH setti í morgun Íslandsmet í 100 metra bringusundi þegar hún synti á 1:06,06. Hér í milliriðlunum setti hún nýtt met 1:05,67, náði 14. sæti sem dugar henni því miður ekki inn í úrslitariðilinn. Síðasti tími inn í úrslitin var 1:05,20.







