Íslandsmet hjá Bryndísi og boðsundssveitinni.
Karlasveitin í 4x50 metra fjórsundi og Bryndís Rún Hansen settu Íslandsmet hér í morgunhluta fimmta keppnisdags á HM25. Ekkert af sundfólkinu okkar tókst að komast áfram í dag.
Karlasveitin í 4x50 metra fjórsundi og Bryndís Rún Hansen settu Íslandsmet hér í morgunhluta fimmta keppnisdags á HM25. Ekkert af sundfólkinu okkar tókst að komast áfram í dag.
Þriðja hluta á NM lauk nú rétt í þessu.
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH setti í morgun Íslandsmet í 100 metra bringusundi þegar hún synti á 1:06,06. Hér í milliriðlunum setti hún nýtt met 1:05,67, náði 14. sæti sem dugar henni því miður ekki inn í úrslitariðilinn. Síðasti tími inn í úrslitin var 1:05,20.
Hafþór Jón Sigurðsson tryggði sér bronsverðlaun á NM í dag í 1500m skriðsundi, en hann synti á tímanaum 16.06.81.
Sunneva Dögg Friðriksdóttir varð í sjötta sæti í 200m skriðsund á tímanum 2.01.92. Ágúst Júlíusson synti 50m flugsund á tímanum 24.57 og endaði í 5 sæti.
Norðurlandameistarmótið hófst í morgun í Kolding í Danmörku. Hópinn skipa 18 sundmenn, 2 þjálfarar og einn farastjóri eru með í för.
Hópinn skipa :
Adele Alexandra Pálsson
Ágúst Júlíusson
Ásdís Eva Ómarsdóttir
Bryndís Bolladóttir
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Hafþór Jón Sigurðsson
Inga Elín Cryer
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir
Jón Tumi Dagsson
Karen Mist Arngeirsdóttir
Katarína Róbertsdóttir
María Fanney Kristjánsdóttir
Ólafur Sigurðsson
Patrik Viggó Vilbergsson
Stefanía Sigurþórsdóttir
Sunneva Dögg Robertson
Tómas Magnússon
Viktor Forafonov.
Hrafnhildur setti Íslandsmet í 100 metra bringusundi og syndir í milliriðlum í kvöld. Boðsundssveitin í 4x50 metra skriðsundi karla setti einnig nýtt met.
Í kvöld syntu þær stöllur Bryndís Rún Hansen 50 metra flugsund og Hrafnhildur Lúthersdóttir 100 metra fjórsund hér í Windsor í Kanada á HM25. Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet í sinni grein en hvorugar komust í úrslitariðilinn í sínum greinum.
Bryndís Rún Hansen setti nýtt Íslandsmet í 50 metra flugsundi á HM25 í Windsor Kanada. Hún synti greinina á 0:26,22 sem 48/100 bæting og komst þar með í milliriðla. Blandaða sveitin okkar setti einnig landsmet þegar hún synti 1:43,84. Hrafnhildur Lúthersdóttir komst svo í milliriðla í 100 metra fjórsundi.
Íslenska kvennasveitin okkar synti 4x50m fjórsund boðsund og setti í leiðinni nýtt landsmet í greininni. Þær Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi, Hrafnhildur Lúthersdóttir SH, Bryndís Rún Hansen Óðni og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir Ægi syntu á tímanum 1:49,41 min og enduðu í 14. sæti af 20. Gamla metið var 1:57,06 min og var 12 ára gamalt. Eygló Ósk setti einnig Íslandsmet í 50 metra baksundi þegar hún synti fyrsta sprett á tímanum 0:27,40 sekúndum og bætti þar með gamla metið sitt og Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um 5/100 úr sekúndu. Ingibjörg setti metið fyrst fyrir 5 árum síðan en Eygló jafnaði það svo á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug fyrir 2 árum síðan. Þær voru ánægðar með sig stúlkurnar að sundi loknu.
Bryndís Rún Hansen úr Óðni syndir 100 metra skriðsund í dag uþb kl. 10:35 á staðartíma eða ca 15:35 á íslenskum tíma. Þá eru einnig á dagskrá tvö boðsund sem Íslendingar taka þátt í, en það eru 4x50 metra fjórsund kvenna og þar synda í þessari röð: Egló Ósk Gústafsdóttir baksund, Hrafnhildur Lúthersdóttir bringusund, Bryndís Rún Hansen flugsund og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir skriðsund. Hitt boðsundið er svo 4x50 metra skriðsund í kynblönduðum flokki þar sem synda tveir karlar og tvær konur. Ekki er frágengið hvernig sú sveit verður skipuð þegar þetta er ritað.
Við vonumst til að sjá Bryndísi Rún í milliriðlum, en hún þarf að bæta sig eitthvað til að svo geti orðið og einnig er ágætur möguleiki að kvennasveitin nái í úrslit. Óvíst er með blönduðu sveitina, en eins og áður hefur verið sagt hér á þessari síðu, þá getur allt gerst.
Hrafnhildur Lúthersdóttir var að ljúka sundi í undanúrslitum í 50 metra bringusundi. Hún lenti í 13. sæti á nýju Íslandsmeti 0:30,47. sem er bæting um 20/100 frá í morgun. Til þess að komast í úrslitariðilinn þurfti að synda á betri tíma en norska stúlkan Susann Bjornsen en hún synti á 0:30,33.
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH byrjaði mótið fyrir Ísland og setti strax í fyrsta sundi Íslandsmet í 50 metra bringusundi. Hún synti á tímanum 30.64 og varð í 15. sæti inn í milliriðla. Gamla metið átti hún sjálf, en það setti hún fyrst í Doha fyrir 2 árum 30,67 og svo jafnaði hún það í Hafnarfirði 2014 á ÍM25.
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson úr ÍRB og Kristinn Þórarinsson úr Fjölni syntu því næst 100 metra baksund. Davíð synti á tímanum 0:54,12 og varð í 37. sæti í greininni og Kristinn synti á 0:54,43 og varð í 38. sæti. Til þess að komast inn í milliriðla þurfti að synda undir 0:51,61 en Íslandsmetið sem Örn Arnarson ÍRB, setti í Dublin 2003 er 0:51,74.
Viktor Vilbergsson úr SH synti 100 metra bringusund á tímanum 1:01,63 og varð í 56 sæti í greininni. Síðasti tími inn í milliriðla var 0:58,18 , en Íslandsmetið á Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi, sett í Reykjavík árið 2009. Metið er 0:58, 90.
Þá var komið að Eygló Ósk Gústafsdóttur úr Ægi að synda 100 metra baksund. Eygló synti á tímanum 0:58,49 sem gefur henni 20. sætið í greininni. Íslandsmetið í greininni á hún sjálf frá því í Ísrael fyrir ári síðan, 0:57, 42. Til þess að ná inn í milliriðla hefði Eygló þurft að synda undir tímanum 0:58,08
Síðastur Íslendinga til að synda í þessum fyrsta mótshluta er Kristinn Þórarinsson úr Fjölni. Hann synti 200 metra fjórsund á tímanum 2:01,36 og varð í 36. sæti í greininni. Til þess að komast áfram hefði Kristinn þurft að synda undir 1:56,69. Íslandsmetið í greininni á Örn Arnarson ÍBR frá því 2003 í Vestmannaeyjum 1:57,91.
Hér á mótinu dæmir einn af þeim íslensku dómurum sem hafa alþjóðleg dómararéttindi. Það er Haraldur Hreggviðsson, en hann er okkur í sundhreyfingunni að góðu kunnur. Hann er faðir Erlu Daggar Haraldsdóttur og þar með tengdafaðir Árna Más Árnasonar og hann hefur staðið á bakkanum við dómgæslu í hátt á annan áratug og hefur gífurlega reynslu sem slíkur. Í þessum fyrsta mótshluta var hann í hlutverki tengiliðar þjálfara við yfirdómara og mótstjórn.
Á mótinu keppa um eða yfir 900 keppendur frá uþb 170 þjóðlöndum. Ísland hefur ekki alltaf verið með þessu móti, oftar en ekki höfum við einbeitt okkur að Evrópumótinu á þessum tíma, en þar sem virðist vera komin niðurstaða í að Evrópa er með sín mót annað hvort ár á oddatöluári, þá er FiNA með HM hitt árið. Aðstæður á keppnisstað eru til fyrirmyndar, hér er bráðabrigðalaug sett upp á íshokkívelli og í sama húsi er sett um upphitunarlaug ásamt aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara og nuddara. Þá er ný sundlaug í næsta húsi við hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á sem kemur sér vel, þannig hafa íslendingarnir sloppið við hálftíma rútuferðir fram og til baka undanfarna daga og svo geta þeir sem synda seint að morgni hitað upp í lauginni við hótelið og farið seinna af stað fyrir bragðið.
Undanrásirnar hefjast kl. 09:30 á staðartíma (14:30 á íslenskum tíma) og undanúrslit og úrslitahlutar hefjast kl. 18:30 á staðartíma (23:30 á íslenskum tíma).
Hér er svo að lokum hlekkur á Omega timing, en þar birtast úrslitin jafnóðum.