Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

12.01.2016

Evrópumeistarmót Garpa í London 2016.

SSÍ kynnir LEN European Masters Championships 2016 sem haldið verður í London dagana 25. - 29. maí nk. Allir þjálfarar og forystumenn Garpadeilda sundfélaga er hvattir til að kynna mótið innan sinna raða.
Nánar ...
08.01.2016

LEARN TO SWIM CONFERENCE 2016

Learn to swim ráðstefna verður haldin í Billund í Danmörku 1. - 3 apríl 2016. Ráðstefnan er kjörið tækifæri fyrir sundkennara, þjálfara og aðra sem koma að sundíþróttinni.
Nánar ...
31.12.2015

Gleðilegt sundár 2016

Stjórn og starfsfólk Sundsambands Íslands sendir öllum nýárskveðjur um leið og þakkað er fyrir samstarf og velvild á líðandi ári. Við horfum bjartsýnum augum fram til ársins 2016 og trúum því að það verði gott sundár.
Nánar ...
30.12.2015

Eygló Ósk Íþróttamaður ársins

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi var í kvöld valin Íþróttamaður ársins 2015. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH varð í þriðja sæti í valinu. Þetta er söguleg niðurstaða úr kjöri íþróttafréttamanna.
Nánar ...
30.12.2015

Íþróttamaður ársins 2015 í Hörpu

Í kvöld halda ÍSÍ og Samtök íþróttafréttamanna hóf í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2015 verður útnefndur. Tvær sundkonur eru á topp tíu lista Samtaka íþróttafréttamanna í ár, en það eru þær Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi og Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH. Á hófinu í kvöld verða íþróttamenn sérsambanda innan ÍSÍ einnig heiðruð en sundfólk ársins eru þau Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Nánar ...
29.12.2015

Íþróttafólk Njarðvíkur

Íþróttafólk Ungmennafélags Njarðvíkur 2015 var valið í í gær og það voru þau Logi Gunnarsson og Sunneva Dögg Friðriksdóttir sem voru valin. Athöfnin fór fram í sal félagsins í Íþróttamiðstöð Njarðvikur í gær.
Nánar ...
29.12.2015

Íþróttafólk Hafnarfjarðar

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var í kvöld valin Íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2015. Við sama tækifæri var Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili valinn Íþróttakarl Hafnarfjarðar
Nánar ...
29.12.2015

Íþróttafólk Keflavíkur

Í gær voru Stefanía Sigurþórsdóttir og Kristófer Sigurðsson útnefnt sundfólk Keflavíkur. Kristófer var síðan útnefndur íþróttakarl Keflavíkur og Ástrós Brynjarsdóttir úr taekwondodeildinni varð íþróttakona Keflavíkur.
Nánar ...
24.12.2015

Gleðileg jól

Stjórn og starfsfólk Sundsambands Íslands óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Nánar ...
18.12.2015

Íþróttafólk Reykjavíkur

Eygló Ósk Gústafsdóttir var í kvöld útnefnd Íþróttakona Reykjavíkur og Júlían Jóhann Karl Jóhannsson var við sama tækifæri útnefndur Íþróttakarl Reykjavíkur. Hér fyrir innan er frétt sem birtist á vef Reykjavíkur.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum