ÍM25 dagur 2 - 4 Íslandsmet og 1 meyjamet
Nú rétt í þessu lauk öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 25m laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði og var árangurinn góður.
Í morgun voru tvö Íslandsmet sett, bæði í 4x100m fjórsundi í blönduðum flokki. Keppt var í tveimur riðlum og þar sem það hefur aldrei verið skráð Íslandsmet í greininni áður þá setti sigurvegari fyrri riðilsins, B-Sveit Ægis, fyrsta metið í greininni. Þau syntu á tímanum 4:21,24 en sveitina skipuðu þau Kristján Gylfi Þórisson, Hilmir Örn Ólafsson, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir



