Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

16.12.2015

Eygló Ósk og Anton Sveinn sundfólk ársins

Í samræmi við samþykkt stjórnar SSÍ 9. desember 2015 og fyrri samþykktir SSÍ um val á sundfólki ársins er ljóst að Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi, er sundkona ársins 2015 og Anton Sveinn Mckee, Sundfélaginu Ægi, er sundmaður ársins 2015. Eftirfarandi viðmið gilda fyrir valið: FINA stig úr bestu grein sundfólksins úr báðum brautarlengdum voru vegin saman Árangur sundfólksins á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum var metinn miðað við úrslit greina Íslandsmet og Norðurlandamet í báðum brautarlengdum voru metin Staðsetning á heimslista í 13. desember 2015 í báðum brautarlengdum var vegin saman Þátttaka í landsliðsverkefnum var metinn Árangur í landsliðsverkefnum var metinn Ólympíulágmörk sundfólksins Ástundun sundfólksins var metin Íþróttamannsleg framganga sundfólksins var metin Langa brautin gildir 67% og stutta brautin 33% í mati á sundfólkinu Sundkona ársins 2015 er Eygló Ósk Gústafsdóttir Eygló Ósk Gústafsdóttir er 20 ára í Sundfélaginu Ægi. Hún hefur stundað nám í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og nýtur A-styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Eygló Ósk hefur sýnt framfarir það sem af er ári, hún hefur 3x sett Íslands- og 3x Norðurlandamet á síðustu 6 mánuðum. Hún komst í úrslit á HM50 í Kazan 2015, en árangur Íslendinga á því móti var einn sá besti í sögunni. Eygló Ósk setti Íslandsmet í sínum greinum í báðum brautarlengdum, Norðurlandamet í löngu brautinni og vann til tveggja bronsverðlauna á EM25 nú í desember. ​Eygló Ósk hefur þegar tryggt sér A- lágmark á ÓL 2016 í 100 og 200m baksundi. ​Eygló Ósk æfir hér á Íslandi undir stjórn Jacky Pellerin og er reglusöm og dugleg þegar kemur að æfingum, fylgir leiðsögn og mætir vel. Hún er kappsöm og lætur sjaldan utanaðkomandi truflun hafa áhrif á sig. Hún hefur þroskast mjög mikið sem afreksíþróttakona á síðustu fjórum eða frá því hún bjó sig undir þátttöku á ÓL 2012 og gætir vel að sér í samskiptum við aðra, hvort sem er samherja eða móherja. ​Valið milli þeirra Eyglóar Óskar og Hrafnhildar Lúthersdóttur úr SH var erfitt að þessu sinni því báðar sundkonurnar stóðu sig afburðavel á árinu 2015. Það sem stendur uppúr og réð úrslitum eru Norðurlandamet Eyglóar á fyrri hluta ársins þegar hún fyrst sundfólksins náði Ólympíulágmarkinu og svo verðlaunin sem hún vann á EM25 í desember. Að öðru leyti stóðu þessar sundkonur nokkuð jafnfætis í valinu að þessu sinni. Þær tóku til að mynda báðar þátt í HM50 í Kazan, bættu þar árangur sinn og íslenskra sundkvenna, komust í úrslitariðla og sýndu að þær eru komnar í fremstu röð sundkvenna í heiminum. ​ ​Sundmaður ársins 2015 er Anton Sveinn Mckee ​Anton Sveinn Mckee er 22 ára sundmaður í Sundfélaginu Ægi. Hann stundar nú nám í The University of Alabama í Bandaríkjunum og er á styrk þar vegna sundiðkunnar. Hann nýtur A- styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann lagði áherslu á langsund, svo sem 800 og 1500 metra skriðsund og svo 400 metra fjórsund áður en hann hóf nám í Bandaríkjunum. Þar breytti hann örlítið til og hóf að búa sig undir keppni í bringusundi og tók þar við keflinu af Jakobi Jóhanni Sveinssyni. ​Anton Sveinn stóð sig vel á HM50 og komst í undanúrslit, setti 2 Íslandsmet í 100m og 200m bringusundi og komst 1 sinni í undanúrslit og endaði í 13.sæti í 200m. bringusundi. Hann er sem stendur númer 24 á Heimslista í 200m bringusundi og númer 35 í 100m bringusundi. Anton Sveinn er búinn að tryggja sér A- lágmark á ÓL 2016 í 100m og 200m bringusundi. Anton Sveinn tók þátt í Smáþjóðaleikum á Íslandi 2015 og stóð sig afarvel. Hann er duglegur og metnaðarfullur, hvort sem er á æfingum eða í keppni og er mjög annt um að ná árangri í íþrótt sinni. Boðsundsveit Íslands í 4x100m fjórsundi Boðsundssveitin okkar stendur vel að vígi fyrir komandi ár og bindum við miklar vonir við sundkonurnar sem þar eiga möguleika á sæti. Sem stendur er kvennasveitin í 12. sæti á Evrópulista og í 18. sæti á Heimslista. Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildi Lúthersdóttir eiga öruggt sæti í sveitinni en að auki koma þrjár sundkonur til greina í sveitina. Þær eru Bryndís Rún Hansen Sundfélaginu Óðni, en hún er við æfingar í Tyrklandi og í góðu samstarfi við Jacky Pellerin landsliðsþjálfara, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir úr Ægi og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH. Tvær síðarnefndu æfa sem stendur í Bandaríkjunum. Þær koma heim til Íslands til að taka þátt í Íslandsmeistarmótinu í 50m laug í apríl 2016. Síðasta tækifæri sveitarinnar til að ná sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 er á Evrópumeistaramótinu í London sem verður í maí næstkomandi. Við vonumst auðvitað eftir því að þær nái sætinu þar.
Nánar ...
13.12.2015

Norðurlandameistarmótinu í Bergen lokið.

Í kvöld lauk Norðurlandameistarmótinu í sundi sem haldið var í Bergen. Fjórir sundmenn syntu til úrslita í síðasta hlutanum. Kristinn Þórarinsson Fjölni varð 6. í 200m baksundi í eldriflokki, synti á 2:02,54mín. Sunneva Dögg Friðriksdóttir ÍRB varð 6. í 400m. skriðsundi í unglinaflokki, synti á 4:19,96mín. Brynjólfur Óli Karlsson Breiðabliki varð 8. í 200m. baksundi í yngriflokki, synti á 2:06,88mín. Katarína Róbertsdóttir SH varð 8. í 200m. baksundii á 2:20,25mín.
Nánar ...
12.12.2015

Hrafnhildur á nýju íslandsmeti í 100m bringusundi

Hrafnhildur Lúthersdóttir var rétt í þessu að synda á nýju íslandsmeti á Duel in the pool með Evrópuúrvalinu. Hrafnhildur synti á tímanum 1.05.92 en gamla metið átti hún sjálf 1.06.12, sem hún setti í nóvember s.l Hrafnhildur varð sjötta í sundinu.
Nánar ...
12.12.2015

Snæfríður sjötta í 100m skriðsundi á NM 2015

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, varð í 6. sæti í 100m. skriðsundi í yngri flokki (Junior) á Norurlandamótinu í sundi. Snæfríður Sól synti á 0:57,39mín. en var með skráðan tíma inn á mótið 0:59,22mín. Góð bæting hjá Snæfríði. Þess má geta að Snæfríður á eitt ár eftir í þessum flokki.
Nánar ...
12.12.2015

Norðurlandameistarmótið í Bergen

Í morgun hófst annar dagur Norðurlandamótsins í sundi í Bergen, Noregi. Nokkrir sundmenn voru í eldlínunni fyrir íslands hönd. Þrír sundmenn komust í úrslit úr sundum morgunsins. Það eru þau Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Hamar, í 100m skriðsundi en hún varð 7. Inn í úrslitin. Kristinn Þórarinsson, Fjölni, varð svo 8. Inn í úrslit í 100m skriðsundi. Kolbeinn Hrafnkelsson úr SH varð sjöundi inn í úrslit í 50m baksundi. Karen Mist Arngeirsdóttir, ÍRB, varð svo 9.í 50m bringusundi Sunneva Dögg Friðriksdóttir, ÍRB varð 9. Í 100m skriðsundi Bryndís Bolladóttir, Óðinn, varð í 10. Í 100m skriðsundi Alexander Jóhannesson, KR, varð 9. Í 100m skriðsundi Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, ÍRB, varð 9. Í 400m fjórsundi Þessi fimm sundmenn eru því varamenn fyrir úrslitasund kvöldsins Enn og aftur er beinn linkur á sjónvarp mótsins http://livestream.com/livetiming-tv/nordic2015 og á úrslit og annað í tengslum við mótið er að finna http://livetiming.medley.no/stevnedetaljer.aspx?stevnenr=2066
Nánar ...
12.12.2015

Eygló Ósk á Duel in the pool

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 200m. baksund á 2:06,01mín. Íslandsmet Eyglóar frá því um síðustu helgi er 2:03,53,mín. Eygló varð sjötta í sundinu.
Nánar ...
12.12.2015

Hrafnhildur á Duel in the pool.

Fyrri degi á Duel in the pool sundmótinu í Indianapolis er lokið: Hrafnhildur Lúthersdóttir var rétt við Íslandsmet sitt í 200m. bringusundi, synti á 2:23,19mín en metið er 2:22,69mín. ákkúrat hálfri sek. frá metinu. Mjög gott sund hjá Hrafnhildi sem varð 6. í þessu geysi sterka sundi. Úrslit sundsins Hrafnhildur syndir 100m bringusund í dag. Mótið hefst kl. 19:00 Heimasíða mótsins bein útsending
Nánar ...
11.12.2015

Kristinn þriðji í 200m fjórsundi

Krist­inn Þór­ar­ins­son, sundmaður úr Fjölni, varð í þriðja sæti í 200m fjór­sundi á Norður­landa­meist­ara­móts­ins sem haldið er í Al­ex­and­er Dale Oen Ar­ena í Ber­gen. Krist­inn synti á tím­an­um 2:02,02 sek­únd­um í úr­slita­sund­inu, en hann synti á tím­an­um á 2:01,45 sek­únd­um í undanúr­slit­um í morg­un. Besti tími Krist­ins fyr­ir mótið var 2:01,74 sek­únd­ur. Þess má geta að Ólymp­íulág­markið í þess­ari grein er 2:00,28 sek­únd­ur.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum