Fréttalisti
Ólympíustöðin - Íþróttir allan sólarhringinn
Færðu ekki nóg af íþróttum? Veistu ekki hvað þú átt að gera af þér eftir að Ólympíuleikunum lauk?
The Olympic Channel - Ólympíustöðin er ný vefsjónvarpsstöðSundkonurnar komnar heim - Anton byrjaður í skólanum
Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir komu heim seint í kvöld frá Ríó, eftir að hafa gert góða ferð á Ólympíuleikana. Anton Sveinn Mckee sem einnig keppti í sundi á leikunum er þegar kominn til Bandaríkjanna þar sem hann heldur áfram námi sínu samhliða æfingum. Formaður og varaformaður Sundsambandsins tóku á móti sundkonunum við komuna í Leifsstöð og færðu þeim blómvendi, sem örlítinn þakklætisvott fyrir skemmtunina.Nýtt sundár að hefjast !
Þá er glæsilegum Ólympíuleikum lokið með frábærum árangri okkar sundfólks. Við erum afar stolt af sundfólkinu og óskum þeim enn og aftur innilega til hamingju með árangurinn.
Í gær hófst nýtt sundár með fyrsta stjórnarfundi. Hjá SSÍ eru allir spenntir að takast á við nýtt sundár enda virkilega skemmtilegt að hefja það eftir svona góðan árangur í sundi á ÓL 2016.
Það var tekin ákvörðun um að halda formanna- og þjálfarafund laugardaginn 10.september n.k og einnig var ákveðið að halda þann dag kynningarfund með þeim krökkum sem tóku þátt í Tokyo 2020 verkefninu á síðasta sundári.
Við munum senda út nánari upplýsingar von bráðar. Einnig er verið að leggja lokahönd á lágmörk og viðmið fyrir þetta sundár og verða þau vonandi gefin út í byrjun næstu viku.
Þjálfaranámskeið verður haldið í Reykjavík helgina 23.- 25. september n.k og væntanlega verður annað námskeið haldið á Akureyri helgina 30.- 2.okt.
Allar nánari upplýsingar eru væntanlegar fljótlega.
Endilega takið 10.september frá, við hlökkum til að hitta ykkur kát og hress !
Eygló Ósk úr S.f Ægi synti rétt í þessu 200m baksund í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó og varð áttunda-Glæsilegur árangur !
Eygló Ósk úr S.f Ægi synti rétt í þessu 200m baksund á ÓL í Ríó og endaði í áttunda sæti á tímanum 2.09.44.
Þar með lauk Eygló Ósk keppni á ÓL 2016 með glæsilegum árangri. Í gær synti hún 200m baksund á nýju íslandsmeti og Norðurlandameti 2.08.84
Þetta er þriðji besti árangur Íslendings á Ólympíuleikum frá upphafi.Eygló Ósk úr S.f. Ægi í úrslit í 200m baksundi á ÓL - Íslands- og Norðurlandamet!
Eygló Ósk úr S.f Ægi synti rétt í þessu 200m baksund á ÓL í Ríó og er komin í úrslit á Ólympíuleikum, önnur íslenskra kvenna. Hún synti á nýju íslandsmeti og þetta er einnig nýtt norðurlandamet.Eygló Ósk úr S.f Ægi synti rétt í þessu 200m baksund á ÓL í Ríó og er komin aftur inn í undanúrslit á Ólympíuleikunum hún er tólfta inn í kvöld- Glæsilegur árangur !
Eygló Ósk synti rétt í þessu 200m baksund á ÓL og tryggði sér tólfta sætið inn í undanúrslit í kvöld. Eygló synti á tímanum 2.09.62 sem er rétt við íslandsmetið hennar, 2.09.04.
Það verður gaman að fylgjast með Eygló synda aftur í kvöld en RÚV mun sýna frá sundinu um kl 1.30 í nótt.
Áfram ÍslandRíó í dag fimmtudag- sundveislan heldur áfram.
Þá hafa Anton Sveinn og Hrafnhildur Lúthersdóttir lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó með glæsilegum árangri sem þau og allir geta verið virkilega stolt af.
Við erum heppin að eiga einn keppenda eftir í sundi á ÓL en það er Eygló Ósk sem mun synda 200m baksund í dag um kl 17:30. Hún syndir í síðasta riðlinum í þeirri grein og það verður gaman að fylgjast með hvort að hún komist í undanúrslit aftur eins og í 100m baksundi.Hrafnhildur Lúthersdóttir úr S.f Hafnarfjarðar synti rétt í þessu 200m bringusund í undanúrslitum á ÓL í Ríó og endaði í 11 sæti- Flottur árangur !
Hrafnhildur synti í undanúrslitum rétt í þessu í 200m bringusundi á ÓL á tímanum 2.24.41 og endaði í 11 sæti.
Síðasti tími inn í úrslit var 2.22.87 en íslandsmet Hrafnhildar er 2.22.96 sett á EM50 í london í maí.
Þá hefur Hrafnhildur lokið keppni í Ríó með frábærum árangri en hún er fyrsta íslenska sundkonan sem kemsti úrslit á Ólympíuleikum.
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr S.f Hafnarfjarðar tryggði sér aftur sæti í undanúrslitum á Ólympíleikunum í Ríó í 200m bringusundi-Glæsilegt !
Hrafnhildur synti 200m bringusund nú rétt í þessu á ÓL á tímanum 2.24.43 og er tíunda inn í undanúrslit og mun synda aftur í kvöld ca kl.02.20.
Íslandsmet Hrafnhildar er 2.22.96. Það verður gaman að fylgjast með henni aftur í kvöld.
Áfram Ísland.Anton Sveinn úr S.f Ægi synti 200m bringusund á ÓL í Ríó rétt í þessu og var 13/100 frá því að komast inn í undanúrslit- Flottur árangur!
Anton Sveinn var alveg við það að komast inn í undanúrslit í 200m bringusundi á ÓL en hann synti á tímanum 2.11.39, síðasti tími inn í undanúrslit var 2.11.26. Íslandsmet Antons Sveins er 2.10.21 sett í Kazan í ágúst í fyrra.
Mjög góður árangur hjá Antoni sem endaði í 18.sæti af 39 keppendum.
Anton Sveinn hefur því lokið keppni á Ólympíuleikunum í RÍÓHrafnhildur Lúthersdóttir úr S.f Hafnarfjarðar synti rétt í þessu til úrslita í 100m bringusund á Ólympíuleikunum í Ríó og varð í sjötta sæti - Glæsilegur árangur!
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði frábærum árangri í 100m bringusundi á ÓL í Ríó rétt í þessu og tryggði sér sjötta sætið í greininni. Þetta er langbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum til þessa!
Hrafnhildur synti á tímanum 1.07.18 en íslandsmet hennar er 1.06.45 sett í Kazan í fyrra á HM50.
Hrafnhildur mun synda 200m bringusund á miðvikudaginn og verður gaman að fylgjast með því sundi.- Fyrri síða
- 1
- ...
- 92
- 93
- 94
- ...
- 141