Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

03.12.2015

Eygló Ósk synti á tímanum 57.42 og varð þriðja !

Eygló Ósk synti til úrslita á EM25 rétt í þessu á tímanum 57.42 á nýju íslandsmeti og varð í þriðja sæti á Evrópumeistarmótinu, Glæsilegur árangur hjá Eygló. Þetta er besti árangur hjá Sundkonu á Evrópumeistaramóti til þessa.
Nánar ...
02.12.2015

Inga Elín 800m skriðsund

Inga Elín synti rétt í þessu 800m skriðsund á tímanum : 8.52.22 Íslandsmetið er 8.38.79 sem Inga Elín setti í Doha í desember 2014.
Nánar ...
02.12.2015

Eygló Ósk áttunda inn í undanúrslit í dag!

Eygló Ósk áttunda inn í undan- úrslit í dag á EM25 í Ísrael. Eygló synti rétt í þessu 100m baksund á 58.82 en íslandsmet hennar er 58.40 sett í nóv 2015. Undanúrslitin fara fram kl 16.16 í dag. Nú bíðum við spennt eftir Ingu Elínu en hún syndir núna kl 9.11 800m skriðsund.
Nánar ...
01.12.2015

EM25 byrjar á morgun miðvikudag!

Evrópumeistarmót í 25m. laug (EM-25), hefst á morgun miðvikudag 2. desember Netanya í Ísrael. Þrír Íslenskir keppendur taka þátt: Aron Örn Stefánsson í 50m. og 100m. skriðsundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir í 50m., 100m. og 200m. baksundi, og 100 m fjórsundi. Inga Elín Cryer í 200m., 400m. og 800m. skriðsundi og 200m. flugsundi. Þjálfari liðsins er Jacky Pellerin. Keppendalisti: http://netanya2015.microplustiming.com/export/NU_Netanya/NU/pdf/Entries.pdf?x=16:14:21 Eygló Ósk hefur keppni á morgun í 100m. baksundi. Verður spennandi að sjá hve hratt Eygló Ósk syndir. Við erum full tilhlökkunar og bíðum spennt eftir að mótið hefjist. Undanrásir hefjast kl. 07:30 að íslenskum tíma og standa í um 2 klst. Úrslit hefjast kl. 15:30 að íslenskum tíma og standa í um 2 klst. Sími íslenska liðsins 8982410- Jacky. Vinsamlegast hafið samband við hann áður en þið talið við sundfólkið:) Tímamunur: 2 klst á undan Íslandi. Heimasíða mótsins: http://isr2015ec.org/ Dagskrá mótsins: http://isr2015ec.org/Files/Schedule.pdf Úrslit: http://netanya2015.microplustiming.com/index_web.php
Nánar ...
22.11.2015

SH tvöfaldir bikarmeistarar

Sundfélag Hafnarfjarðar varð í gær tvöfaldur bikarmeistari í sundi þegar bæði karla- og kvennalið þeirra sigruðu í Bikarkeppni SSÍ. Synt var í tveimur deildum og þremur mótshlutum fyrir hvora deild. Hvert lið má senda 2 sundmenn í hverja grein og má hver sundmaður keppa í
Nánar ...
15.11.2015

Tvö drengjamet hjá Brynjólfi í gær

Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki setti tvö drengjamet í 50m baksundi í gær, fyrst í undanrásum þegar hann synti á 27,38sek og bætti þar ​eigið met sem hann setti á Extramóti SH fyrir 3 vikum um 22 hundraðshluta úr sekúndu. Í úrslitum bætti hann sig svo enn frekar og synti á 27,21sek og er það nú gildandi drengjamet í greininni.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum