Beint á efnisyfirlit síðunnar

Setning AMÍ 2016 í dag á Akranesi

24.06.2016AMÍ 2016 var sett í dag á Akranesi. Þátttakendur, þjálfarar og aðstoðarmenn gengu í skrúðgöngu um bæinn frá Grundaskóla. Trommusveit vaskra skagamanna sló taktinn og var þar fremstur í flokki Trausti Gylfason formaður Sundfélags Akraness.  Regína Ástvaldsdóttir Bæjarstjóri Akraness hélt ræðu á bakkanum í Jaðarsbakkalaug og bauð alla hjartanlega velkomna til keppni. Að því loknu setti Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ mótið.  Mikil og góð stemmning myndaðist á bakkkanum þar sem félögin sungu sína söngva fullum hálsi. Að setningu lokinni héldu síðan allir í koju. Mótið hefst með upphitun kl 07:30 í fyrramálið og fyrstu greinar verða svo kl 09:00.
SSÍ óskar öllum góðs gengis á mótinu og þakkar jafnframt skagamönnum fyrir mikinn og góðan undirbúning að AMÍ 2016.
Til baka