Úrslit félagsmóta til SSÍ
Af gefnu tilefni er rétt að minna forráðamenn félaga á að úrslit sundmóta sem félag heldur á að senda á mótastjóra
Af gefnu tilefni er rétt að minna forráðamenn félaga á að úrslit sundmóta sem félag heldur á að senda á mótastjóra
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október. Ráðstefnan markar upphaf að sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og
Í dag hafa farið fram þrír fundir á vegum SSÍ. Fyrst mættu......
Laugardaginn 10.september verður haldinn upplýsingafundur fyrir Tokyo 2020 hópinn, þessi fundur er fyrir það sundfólk sem náði Tokyo lágmörkum á haustönn 2015 og fyrir þau sem náðu lágmörkum á vorönn 2016.
Fundurinn hefst kl 11.30 í E- sal á þriðju hæð í húskynnum ÍSÍ.
Færðu ekki nóg af íþróttum? Veistu ekki hvað þú átt að gera af þér eftir að Ólympíuleikunum lauk?
The Olympic Channel - Ólympíustöðin er ný vefsjónvarpsstöð
Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir komu heim seint í kvöld frá Ríó, eftir að hafa gert góða ferð á Ólympíuleikana. Anton Sveinn Mckee sem einnig keppti í sundi á leikunum er þegar kominn til Bandaríkjanna þar sem hann heldur áfram námi sínu samhliða æfingum. Formaður og varaformaður Sundsambandsins tóku á móti sundkonunum við komuna í Leifsstöð og færðu þeim blómvendi, sem örlítinn þakklætisvott fyrir skemmtunina.
Þá er glæsilegum Ólympíuleikum lokið með frábærum árangri okkar sundfólks. Við erum afar stolt af sundfólkinu og óskum þeim enn og aftur innilega til hamingju með árangurinn.
Í gær hófst nýtt sundár með fyrsta stjórnarfundi. Hjá SSÍ eru allir spenntir að takast á við nýtt sundár enda virkilega skemmtilegt að hefja það eftir svona góðan árangur í sundi á ÓL 2016.
Það var tekin ákvörðun um að halda formanna- og þjálfarafund laugardaginn 10.september n.k og einnig var ákveðið að halda þann dag kynningarfund með þeim krökkum sem tóku þátt í Tokyo 2020 verkefninu á síðasta sundári.
Við munum senda út nánari upplýsingar von bráðar. Einnig er verið að leggja lokahönd á lágmörk og viðmið fyrir þetta sundár og verða þau vonandi gefin út í byrjun næstu viku.
Þjálfaranámskeið verður haldið í Reykjavík helgina 23.- 25. september n.k og væntanlega verður annað námskeið haldið á Akureyri helgina 30.- 2.okt.
Allar nánari upplýsingar eru væntanlegar fljótlega.
Endilega takið 10.september frá, við hlökkum til að hitta ykkur kát og hress !