Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjáröflun og styrkir

05.10.2016

Sundsamband Íslands heldur úti öflugu starfi í útbreiðslu sundíþrótta, í fræðslu fyrir þjálfara og aðra sem vinna innan hreyfingarinnar og síðast en ekki síst í að halda úti afreksstarfi, bæði í fullorðins- og unglingaflokkum. 

Til þess að þetta sé mögulegt fáum við styrki frá hinu opinbera, sem gerir okkur kleift að halda opinni skrifstofu sambandsins og við fáum styrki frá Afrekssjóði sem standa að hluta til undir þátttöku besta sundfólksins okkar í heims-, Evrópu- og Ólympíumótum.  Við fáum takmarkaða styrki frá FINA, Alþjóðasundsambandinu til þátttöku á Heimsmeistaramótum.  Einnig fáum við hluta af Lottótekjunum og það eru tekjur sem skipta okkur miklu máli til að ná endum saman.

En SSÍ þarf aukið fjármagn til að halda úti sínu öfluga starfi, sérstaklega núna þegar við erum komin í fremstu röð.  Við leitum til fyrirtækja um að styrkja landsliðin okkar og við leitum til einstaklinga til þess að styrkja einstök verkefni á sviði almenningsíþrótta, uppbyggingar og fræðslu.  Um þessar mundir eru í gangi samtöl við nokkur fyrirtæki um styrki fyrir afreksfólkið okkar og svo erum við þessa dagana að leita til valins hóps einstaklinga með að styrkja sambandið um kr. 2500.  Afraksturinn af því fer meðal annars í að gera skólasundkeppnina veglegri og að aðstoða við uppbygginu sundfélaga/liða af landsbyggðinni.  Við vonum auðvitað að þessar áætlanir okkar gangi upp og að okkur verði vel tekið, þannig að sund verið áfram íþrótt allra íslendinga.

Til baka