Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍRB Bikarmeistarar , íslandsmet og sveinamet í Reykjanesbæ

02.10.2016

Bikarkeppni SSÍ lauk í kvöld í Reykjanesbæ.  

Bikarmeistarar í I deild bæði í karla og kvennaflokki var lið ÍRB, í II deild karlaflokki var það SH- B sem bar sigur að hólmi en í II deild í kvennaflokki voru það einnig sundkonur úr ÍRB-B sigruðu.  Þrefaldur sigur hjá ÍRB sundfólki um helgina.

Daði Björnsson sundmaður úr SH setti sveinamet í 50m og 100m bringusundi í dag en hann synti 50m bringusund á tímanum 35:71og bætti 12 ára gamalt met Hrafns Traustasonar úr ÍA. Í 100m bringusundi synti hann á tímanum 1:15:97 og bætti þar einnig 12ára gamalt met Hrafns.

Karlasveit ÍRB bætti íslandsmetið í 4x100m skriðsundi á tímanum 3.23.49, gamla metið átti sveit SH 3:24:25.

Sveit ÍRB skipuðu gamlir sundkappar þeir Árni Már Árnason og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson en þeir hafa báðir verið í landsliði Íslands í sundi um árabil,ásamt þeim voru það Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason sem syntu í sveitinni.

Bikarkeppnin er stigakeppni milli félaga og lokastigastaðan lítur svona út

I deild karla:

1.sæti er ÍRB með 15627 stig

2.sæti er SH með 14967 stig

3.sæti UMSK með 13338 stig

4.sæti er ÍBR með 11942 stig

5.sæti er ÍA með 10170 stig

6.sæti er Ægir með 9081

Fyrsta deild kvenna er staðan : 

1. sæti ÍRB með 15172 stig

2.sæti SH með 14064 stig

3.sæti Ægir 12218 með stig

4.sæti ÍBR með 11876 stig 

5.sæti ÍA með 10848 stig

6.sæti UMSK með 9873 stig

 II deild karla er staðan :                       

1.sæti B- lið SH með 8575 stig            

2.sæti B- lið ÍBR með 7550 stig 

 II deild kvenna er staðan: 

1.sæti B-lið ÍRB með 10469 stig

2.sæti B-lið SH með 9800 stig

3.sæti B-lið ÍBR með 9377

Myndir með frétt

Til baka