Fréttalisti
Jóhanna Elín lauk keppni á NÆM með flottu sundi
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH var að koma í bakkann í 50m skriðsundi á NÆM í Tampere. Hún sigraði sinn riðilinn með tæplega sekúndu bætingu - fór á 27,22 en var skráð inn á 28,17. Jóhanna endaði í 6. sæti af 25 keppendum. Brynjólfur synti 100m baksund á NÆM
Ásdís Eva synti 200m bringusund á NÆM
Ásdís Eva Ómarsdóttir synti rétt í þessu 200m bringusund á NÆM í Tampere og er morgunhlutanum þá lokið hjá Íslendingunum. Ásdís synti á 2:43,83 og endaði í 8. sæti. Tíminn er bæting upp á um 2 sekúndur sléttar í 50m lauginni.Jóhanna Elín synti 100m skriðsund á NÆM
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH synti rétt í þessu 100m skriðsund og vann sinn riðil á tímanum 1:00,04 - bæting upp á 1,25 sekúndur. Tíminn dugði í 10. sæti í greininni en því miður var hún dæmd úr leik fyrir að hreyfa sig á pallinum. Fjórir keppa á NÆM um helgina
Norðurlandameistaramót Æskunnar (Nordic Age-Group Championships) fer fram núna um helgina, dagana 9-10. júlí í Tampere í Finnlandi.
Fjórir íslenskir keppendur eru skráðir til leiks en það eru þau Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH, Stefanía Sigurþórsdóttir úr ÍRB, Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki og Ásdís Eva Ómarsdóttir úr Bergensvømmerne. Þjálfari í ferðinni er Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir og fararstjóri er Emil Örn Harðarson, starfsmaður SSÍ.
Jóhanna keppir í 50m skriðsundi og 100m skriðsundi, Stefanía keppir í 200m fjórsuDagur 3 á EMU
Sunneva Dögg synti í morgun 200m skriðsund á Evrópumeistarmóti unglinga, hún synti á tímanum 2.07.18, Sunneva á best 2.05.27. Til að komast í undanúrslit hefði þurft að synda á 2.02.82.
Þá hafa Sunneva Dögg og Eydís Ósk lokið keppni á EMU 2016.Dagur 2 á EMU 2016
Sunneva Dögg og Eydís Ósk syntu í morgun á Evrópumeistaramóti unglinga 400m skriðsund. Sunneva synti á tímanum 4.31.91 en hún á best 4.20.66.
Eydís Ósk synti á tímanum 4.39.75 en hún á best 4.29.92.
Sunneva Dögg syndir 200m skirðsund á morgun.Dagur 1 á EMU 2016
Evrópumeistaramót unglinga hófst í morgun í Ungverjalandi. Sunneva hóf keppni í 100m skriðsundi og synti á tímanum 59.60 hennar besti tími er 59.33, en til að synda sig inn í úrslit þurfti að synda á 56.92.
Eydís Ósk synti 800m skriðsund á tímanum 9.24.70 en besti tími Eydísar er 9.15.10.
Þær synda báðar 400m skriðsund í fyrramálið.Sunneva Dögg og Eydís Ósk á Evrópumeistaramót unglinga sem hefst á morgun.
Evrópumeistaramót unglinga hefst á morgun 6.júlí í borginni Hódmezövasásrhely í Ungverjalandi.
Tvær sundkonur úr ÍRB þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Dögg Friðriksdótti náðu lágmörkum á mótið og með þeim í för er Þuríður Einarsdóttir þjálfari og Bjarney Guðbjörnsdóttir liðstjóri.
Þær keppa sem hér segir :
Miðvikudagur:
Sunneva 100m skriðsund
Eydís Ósk 800m skirðsund
Fimmtudagur :
Sunneva 400m skriðsund
Eydís Ósk 400m skriðsund
Föstudagur:
Sunneva 200m skriðsund.
Nánari upplýsingar og úrslit má finna hér : http://www.ejsc2016.hu/ENG/eredmenyek-11
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar Aldursflokkameistarar 2016
ÍRB sigraði með miklum yfirburðum, náði 576 stigum. 16 félög tóku þátt í AMÍ 2016. Ólafsbikarinn var afhentur, deilt úr Minningarsjóði Ólafs Þórs, Aldusflokkameistarar í hverjum aldursflokki tilkynntir og svo var dansað.Stigastaða eftir 5. hluta á AMÍ 2016
Rétt í þessu lauk fimmta og næstsíðasta hluta AMÍ 2016 á Akranesi.
Stigastaðan er svona fyrir síðasta hlutann
Mótið hefst aftur með upphitun kl. 13:30 og keppni kl. 15. Áætlað er að sá hluti klárist um 19.
Lokahófið byrjar svo kl. 20 í íþróttahúsinu við laugina, sem hefur hingað til verið notað sem keppendaherbergi.
- Fyrri síða
- 1
- ...
- 95
- 96
- 97
- ...
- 142