Stefanía bætti sig í 200m fjórsundi á NÆM - Íslendingar lokið keppni
Stefanía Sigurþórsdóttir stóð sig vel í 200m fjórsundi sem var eina sundið hennar hér á Norðurlandameistaramóti Æskunnar í Tampere í Finnlandi. Hún fór á 2:28,46 sem er bæting uppá 1,30 sekúndur frá gamla tímanum hennar 2:29,73. Sundið skilaði Stefaníu í 5. sæti en hún var skráð inn með 10. besta tímann. 


