Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

26.06.2016

Stigastaða eftir 5. hluta á AMÍ 2016

Rétt í þessu lauk fimmta og næstsíðasta hluta AMÍ 2016 á Akranesi. Stigastaðan er svona fyrir síðasta hlutann Mótið hefst aftur með upphitun kl. 13:30 og keppni kl. 15. Áætlað er að sá hluti klárist um 19. Lokahófið byrjar svo kl. 20 í íþróttahúsinu við laugina, sem hefur hingað til verið notað sem keppendaherbergi.
Nánar ...
26.06.2016

Myndir frá AMÍ 2016

AMÍ 2016 er nú í fullum gangi og höfum við sett myndir inn frá öllum hlutum á Facebook síðu Sundsambandsins. Smelltu hér til að skoða
Nánar ...
25.06.2016

AMÍ hálfnað - Stigastaða eftir 3 hluta

Þá erum við hálfnuð hér á Akranesi á AMÍ 2016. Þremur hlutum er lokið og má sjá stigastöðuna hér fyrir neðan. Fjórði hluti hefst kl. 13:30 með upphitun og keppni kl. 15. Áætlað er að mótið standi til um 18:30. Áður en ræst verður í fyrstu grein seinni partinn mun SSÍ deila út þátttökuverðlaunum til sundmanna 12 ára og yngri.
Nánar ...
24.06.2016

Stigastaða AMÍ eftir 1. hluta

AMÍ 2016 hófst í morgun hér á Akranesi. Keppt var í 8 greinum í morgun en nú eru allir komnir uppí skóla í hádegismat. Hér sérðu stigastöðu félaga eftir 1. hluta. 2. hluti hefst með upphitun kl. 13:30 og keppni kl. 15.
Nánar ...
24.06.2016

Setning AMÍ 2016 í dag á Akranesi

AMÍ 2016 var sett í dag á Akranesi. Þátttakendur, þjálfarar og aðstoðarmenn gengu í skrúðgöngu um bæinn frá Grundaskóla. Trommusveit vaskra skagamanna sló taktinn og var þar fremstur í flokki Trausti Gylfason formaður Sundfélags Akraness. Regína Ástvaldsdóttir Bæjarstjóri Akraness hélt ræðu á bakkanum í Jaðarsbakkalaug og bauð alla hjartanlega velkomna til keppni. Að því loknu setti Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ mótið. Mikil og góð stemmning myndaðist á bakkkanum þar sem félögin sungu sína söngva fullum hálsi. Að setningu lokinni héldu síðan allir í koju. Mótið hefst með upphitun kl 07:30 í fyrramálið og fyrstu greinar verða svo kl 09:00. SSÍ óskar öllum góðs gengis á mótinu og þakkar jafnframt skagamönnum fyrir mikinn og góðan undirbúning að AMÍ 2016.
Nánar ...
15.06.2016

FORSETAKOSNINGAR

Við minnum alla sem komnir eru með kosningarétt og ætla að vera á AMÍ á Akranesi á laugardag að kjósa utankjörfundar áður en farið er á Akranes. Einföld og áhrifarík aðferð til að hafa áhrif og um leið að sinna sundhreyfingunni.
Nánar ...
10.06.2016

2 vikur í AMÍ á Akranesi

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi verður sett á Akranesi eftir 2 vikur. ​ Formaður og mótastjóri SSÍ tóku stöðufund með framkvæmdaraðilium mótsins, Sundfélagi Akraness, í gærkvöldi og
Nánar ...
30.05.2016

Verðlaun í Bergen

Hrafnhildur, Eygló Ósk og Bryndís Rún syntu allar um helgina í Noregi á Bergen festival mótinu. Þær náðu allar að vinna til verðlauna á mótinu. Hrafnhildur vann allar þrjár bringusundsgreinarnar á mótinu en hún synti 100m bringusund á 31.20 sekúndur, 100m bringusund á 1.07.74 og 200m bringusund á 2.26.37. Eygló ósk Gústafsdóttir vann silfurverðlaun í öllum þremur baksundsgreinum, hún synti 50m baksund nálægt íslandsmeti sínu á 28.75 íslandsmetið er 28.61, 100m baksund á 1.02.13 og 200m baksund á 2.13.41. Bryndís Rún Hansen fékk silfur í 50 metra flugsundi, hún synti á tímanum 27.80.
Nánar ...
29.05.2016

Að loknu Evrópumóti garpa 2016

Þegar komið er inn í búningsklefa á svona risamóti mætri manni þungur ilmur sem er sambland af gufu, lykt af blautum mannslíkama, seiðandi ilmi af hárgeli syncrosundfólksins, beiskri lykt af kælikremi og krefjandi þef af hitakremi. Eins og gefur að skilja kemst maður í ákveðið ástand í hvert sinn sem maður á leið í gegnum klefana og þar að auki er hávaðinn yfir öllum mörkum, en samt svo viðeigandi og þægilegur – eitthvað sem á svo vel við, fólk að tala, fagna, gráta eða hlægja allt í bland. Í lauginni er troðið, samt fer fjöldinn oní aldrei yfir leyfileg mörk í upphitun, sjálfboðaliðarnir eru allsstaðar, vinalegir og hjálplegir og leggja sig fram um að öllum líði sem best.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum