Beint á efnisyfirlit síðunnar

NM 2016 hófst í dag.

09.12.2016Fyrsta hluta NM lauk nú í morgun.  Viktor Forafonov setti drengjamet í 200m skriðsundi þegar hann synti á tímanum 1.57,19. Hann endaði í 19. sæti ungmenna.
Ágúst Júlíusson varð fimmti inn í úrslit í 50m flugsundi og Sunneva Dögg Robertson varð 8. inn í úrslit í 200m skriðsundi og 7. í 200m fjórsundi í fullorðinsflokki. Sunneva mun keppa í 200m skriðsundi seinnipartinn í dag en ákvað að sleppa fjórsundinu.
Bryndís Bolladóttir synti við besta tímann sinn í 200m skriðsundi í morgun og endaði í 12. sæti fullorðinna. Ólafur Sigurðsson endaði í 21. sæti í 200m skriðsundi ungmenna, tveimur sekúndum frá sínum besta tíma.
Í 100m bringusundi bætti Ásdís Eva Ómarsdóttir sig og endaði í 11. sæti ungmenna og Karen Mist Arngeirsdóttir endaði í 12. sæti ungmenna mjög nálægt sínum besta tíma.
Í 100m baksundi voru sundmennirnir aðeins frá sínu besta en þau synda öll í flokki ungmenna. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir varð í 13. sæti, Katarína Róbertsdóttir varð í 10. sæti og Tómas Magnússon varð í 12. sæti.
Inga Elín Cryer synti hraðar en skráður tími í 50m flugsundi og varð í 15. sæti. Í 200m fjórsundi syntu allar sundkonur aðeins frá sínum besta tíma. Sunneva Dögg Robertson varð í 7. sæti en ákvað að einbeita sér að 200m skriðsundi seinnipartinn. Ásdís Eva Ómarsdóttir endaði í 15. sæti, Stefanía Sigurþórsdóttir í 12. sæti og María Fanney Kristjánsdóttir í 11. sæti, þær þrjár síðastnefndu í flokki ungmenna. Adele Alexandra Pálsson bætti sig um tæpar tvær sekúndur í 800m skriðsundi en Eydís Ósk Kolbeinsdóttir var nokkuð frá sínu besta.
Í 1500m skriðsundi áttum við fjóra keppendur í sama riðli sem allir voru að keppa í flokki ungmenna. Viktor Forafonov bætti sig um tæpar tvær sekúndur en Jón Tumi Dagsson og Patrik Viggó Vilbergsson voru aðeins frá sínu besta. Ólafur Sigurðsson lauk ekki keppni.

Myndir með frétt

Til baka