Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmet hjá boðsundssveitinni og Hrafnhildi

09.12.2016

Íslenska karlasveitin í 4x50 metra skriðsundi hóf daginn með því að setja Íslandsmet í greininni þegar þeir fóru á 1:31,07 og enduðu í 13. Sæti í greininni. Sveitina skipuðu þeir Aron Örn Stefánsson, Viktor Máni Vilbergsson, Kristinn Þórarinsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.  Gamla landsmetið var 1:32,29 sett í Riesa á EM25 2002.

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 50 metra baksund.  Hún setti Íslandsmet í greininni þegar hún synti fyrsta spretti á degi 2 þegar hún synti á tímanum 0:27,40.  Nú syndir hún á 0:27,44 og lendir í 22. sæti í greininni. Síðasti tími inn í millirðlanna er 0:27,01.

Eygló Ósk átti frábært ár 2015 og var í góðu formi á EM50 í London í maí og á Ólympíuleikunum í sumar.  Eygló Ósk er á fullu við undirbúning fyrir HM50 sem verður í Búdapest næsta sumar.

Hrafnhildur Lúthersdóttir átti góðan endasprett í þessum mótshluta þegar hún synti 100 metra bringusund á 1:06,06 og setti þar með nýtt Íslandsmet í geininni. Gamla metið, 1:06,12, átti hún sjálf frá því á ÍM25 2015.  Hrafnhildur endaði í 14. sæti í greininni og syndir því í milliriðlum í kvöld. Síðasti tími inn í milliriðlana var 1:06,18.

Myndir með frétt

Til baka