Beint á efnisyfirlit síðunnar

Val á sundkonu og sundmanni ársins

12.12.2016

Síðastliðna daga hafa einstaklingar spurst fyrir um val á sundkonu og - manni ársins, hvernig, hvenær og hvar það fari fram.  Það er skemmst frá því að segja að í janúar síðast liðnum var lögð fram tillaga í stjórn SSÍ  um hvernig valið skyldi fara fram þ.e. hvaða aðferðarfræði ætti að nota við valið.  Stjórn var sammála um tillöguna en endanleg útfærsla á tveimur síðustu atriðunum bíður stjórnar á fundi n.k. fimmtudag.  Á þeim sama fundi mun stjórn SSÍ ganga frá vali á Sundkonu og Sundmanni ársins 2016. En hér er aðferðarfræðin eins og hún lá fyrir í janúar síðastliðnum: 

VAL Á SUNDKONU OG SUNDMANNI ÁRSINS 2016
a) FINA stig Hæsta stigaskor úr hvorri braut
b) Árangur ÍM 1.sæti=50, 2.sæti=45, 3.sæti=40
c) Íslandsmet 50 stig pr met
d) Staðsetning á heimslista Topp 5=1500, 10=1200, 20=1000, 30=800, 40=700, 50=600, 60=500, 70=400, 80=300, 90=200, 100=100
e) Landsliðsverkefni 100 stig pr verkefni (bæði keppnis- og æfingaverkefni A landsliðs)
f) Árangur landsliðsverkefni NM/sambærileg Milliriðlar=250, Úrslit=500, Brons=1700, Silfur=2000, Gull=2500
g) Árangur landsliðsverkefni EM/sambærileg Milliriðlar=500, Úrslit=1000, Brons=2000, Silfur=2500, Gull=3200
h) Árangur landsliðsverkefni HM/ÓL Milliriðlar=1000, Úrslit=2000, Brons=2500, Silfur=3000, Gull=5000
i) Alþjóðleg met Heims- eða Ólympíumet=5000, Evrópumet=3000, Norðurlandamet=1000
j) Ólympíulágmark 1=500, 2=1000, 3=1500
k) Ástundun mat max1x1000
l) Íþróttamannsleg framkoma mat max1x1000
Stig eru gefin samkvæmt ofangreindu í báðum brautarlengdum þar sem 50 metra brautin gildir 100% og 25 metra brautin gildir 75%
Ef um tvo mjög jafna einstaklinga er að ræða - skal FINA stigaskor í löngu brautinni eða afburðaárangur á Ólympíuleikum/Heimsmeistaramóti ráða úrslitum.
Til baka