Beint á efnisyfirlit síðunnar

Síðasti dagur á NM 2016

11.12.2016Síðasti undanúrslitahluti NM 2016 er nú búinn og gekk nokkuð vel. Í úrslitum í dag synda fimm Íslendingar. Katarína mun synda 200m baksund en hún var í 9. sæti í undanúrslitum í flokki ungmenna. Karen syndir 200m bringusund en hún var í 11. sæti í undanúrslitum í flokki ungmenna. Eydís syndir 400m skriðsund hún var 10. í flokki ungmenna. Einnig synda Sunneva og Hafþór 400m skriðsundi. Sunneva var 9. og Hafþór 6. í flokki fullorðinna.
Í lok úrslitahlutans fara fram boðsundi og verðum við með pilta-, stúlkna- og kvennasveitir í 4x100m fjórsundi og einnig verður Ísland þátttakandi í 8x50m skriðsundi í blönduðum flokki.
Jóhanna Elín synti nálægt sínum besta tíma í 50m skriðsundi og varð í 22. sæti og Inga Elín synti einnig nálægt sínum besta tíma í sama sundi og varð í 26. sæti. Ágúst var rétt við sinn besta tíma í 50m skriðsundi og endaði í 15. sæti. Stefanía varð í 10. sæti í 200m baksundi rúmum tveimur sekúndum frá sínum besta árangri og Ásdís Eva varð í 12. sæti í 200m bringusundi rúmri 1 sekúndu frá sínum besta tíma. Bryndís bætti sig í 400m skriðsundi og varð í 10. sæti í fullorðinsflokki. Jón Tumi og Patrik Viggó bættu báðir sinn besta árangur í 400m skriðsundi. Jón Tumi varð í 17. sæti og Patrik Viggó í 19. sæti ungmenna, Ólafur var aðeins frá sínum besta árangri og varð í 14. sæti ungmenna. Þá var Viktor mjög nálægt sínum besta tíma en hann endaði í 13. sæti ungmenna.
Til baka