Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sveinamet á fyrsta degi AMÍ 2017

23.06.2017

Fyrsta degi AMÍ lauk nú rétt í þessu í Laugardalslaug og ekki annað hægt að segja en að stemningin hafi verið frábær.

Eitt sveinamet féll í 4x50m skriðsundi þegar sveinasveit SH synti og sigraði greinina á 2:06,79. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Bergur Fáfnir Bjarnason, Veigar Hrafn Sigþórsson og Snorri Dagur Einarsson. Gamla metið átti sveit Sundfélags Akraness, 2:07,27 en það var sett fyrir 14 árum síðan í Hafnarfirði.

Veislan heldur áfram í fyrramálið en keppni hefst aftur kl. 9.

Greinar morgundagsins eru:

Fyrir hádegi:
200m flugsund
100m baksund
800m skriðsund kvenna
4x50m fjórsund

Eftir hádegi:
200m fjórsund
100m skriðsund
4x100m fjórsund

Við minnum á Instagram reikninginn: Sundheimurinn þar sem einhverjar skemmtilegar myndir frá mótinu munu birtast og þá koma samtektir á facebook síðu SSÍ eftir hvern dag.

Upplýsingar um mótið, keppendalista og úrslit

Til baka