Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stúlknamet á öðrum degi AMÍ 2017

24.06.2017

Annar dagur á Aldursflokkameistaramóti Íslands 2017 í Laugardalslaug er að lokum kominn. Mörg spennandi sund voru synt og er stigakeppnin enn meira spennandi því einungis munaði 1 stigi á tveimur efstu liðunum, þegar staðan var tekin rétt fyrir boðsundin í lokin, eftir 25. grein.. 

Stúlknasveit SH setti stúlknamet í 4x100m fjórsundi í síðustu grein dagsins en þær bættu eldra met um 5/100 úr sekúndu. Þær syntu á 4:24,73 en gamla metið, 4:24,78 átti ÍRB frá árinu 2015. Sveit SH skipuðu þær Katarína Róbertsdóttir, Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir, María Fanney Kristjánsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir.

 Eftir 29 greinar af 41 eru stigin svohljóðandi:

  1. ÍRB             543 stig    
  2. SH              528    
  3. ÍBR             419
  4. Breiðablik  363
  5. Ægir           330
  6. Óðinn         278
  7. ÍA                 197
  8. UMFA           7
  9. Stjarnan       7
  10. Selfoss         6
  11. UMFB            2
  12. Völsungur     1
  13. Rán               0
  14. UÍA                0

Keppni lýkur seinni partinn á morgun en greinarnar sem syntar eru á morgun eru:

100m flugsund
200m bringusund
800m skriðsund karla

Eftir hádegi:
100m fjórsund
400m fjórsund
10x50m skriðsund blandað

 Myndir má finna á Facebooksíðu Ægis og Facebooksíðu SSÍ en úrslit dagsins og ráslista morgundagsins má finna á úrslitasíðunni

Myndir með frétt

Til baka